Útilíf mun í maí bjóða þeim sem eiga Ortovox snjóflóðaýla, F1 focus og X og M línuna, að koma með þá í Útilíf Glæsibæ þaðan sem þeir verða sendir út í tékk.
Allir björgunarsveitarmenn sem eiga snjóflóðaýla (Barryvox, Ortovox og Pieps), sem eru eldri en þriggja ára, eru hvattir til þess að láta yfirfara þá þannig að þeir verði örugglega í lagi þegar næst þarf að nota þá. Einnig er rétt að láta yfirfara þá ef vafi er á því að þeir séu í lagi t.d. ef þeir hafa dottið á gólfið eða þeir orðið fyrir verulegu hnjaski.
Kostnaður við yfirferð á hverju ýli er um 1500 -2000 kr og reiknað er með því að þeir verði komnir til baka í september. Í verðinu er innifalin yfirferð sem og sendingarkostnaður en þurfi að gera við tækið greiðir eigandi aukalega fyrir viðgerðina.
Ýlarnir þurfa að vera komnir til Útilífs í Glæsibæ fyrir 7. júní nk.
Nánari upplýsingar er að finna á www.snjoflod.is
Tekið úr fréttabréfi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar 31. maí 2007.