Um klukkan 11:30 voru undanfarar björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu kallaðir út vegna konu sem féll í sprungu mitt á milli Valabóls og Húsfells, rétt ofan við Hafnarfjörð. Konan sat föst á um 4-5 m dýpt. Konan var ásamt annarri á göngu á svæðinu og steig á snjó er huldi sprunguna með fyrrgreindum afleiðingum. Björgunarsveitamenn sigu í sprunguna eftir konunni og um klukkan 12:45 náðu þeir henni upp. Reyndist hún ómeidd.