Útkall var í Hvannárgil um helgina en þar hafði hópur göngumanna lent í sjálfsheldu. Menn frá Flugbjörgunarsveitinni voru að störfum í Básum og brugðust skjótt við kallinu, fundu hópinn og aðstoðuðu niður.
Samstarf björgunarsveita er mikilvægt í öllum aðgerðum en auk FBSR tóku félagar úr Dagrenningu, HSSK og Vík þátt í aðgerðinni ásamt Útivistar-fólki og sjúkraflutningamönnum úr SHS sem voru skammt undan í öðrum verkefnum. Tæplega 20 manns tóku þátt í aðgerðinni.