Tindfjallaferð, óveðursnámskeið og sveitaræfing!

Það var heldur betur nóg um að vera hjá FBSR um nýliðna helgi.


Nýliðar í B1 fóru í æfingaferð í Tindfjöll og gistu þar 2 nætur í tjaldbúðum. Yfir helgina var áhersla á rötun þar sem helsta vopnið var hið klassíska par: Kort og áttaviti! Nýliðarnir fengu þó góðan undirbúning fyrir helgina þar sem farið var yfir grunnatriði í rötun, útreikninga á staðsetningu og hnit og veðurspáin stúderuð enda Tindfjöll ekki þekkt fyrir veðursæld. Þrátt fyrir nístingskulda lék veðrið vel við Tindfjallagesti.

Nýliðar í B2 þreyttu námskeið í Óveðri og björgun verðmæta. Þau fengu kjöraðstæður til æfinga enda langöruggast að æfa slíkt í blíðskaparveðri. Á sunnudeginum var svo slegið til sveitaræfingar með inngengnum og B2 þar sem áhersla var lögð á leitartækni ásamt bland í poka af fyrstu hjálp og fleiri nytsamlegum æfingum.

Ljósmyndir:
Samúel Þór Hjaltalín, Snædís Perla Sigurðardóttir, Ingvi Stígsson og Þórður Björn Sigurðsson.

Skildu eftir svar