Styrkur stormsins

Í minningu Theódórs Helga Ágústssonar – Helga Storms var stofnaður minningarsjóðurinn Styrkur Stormsins. Eldri félagar Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík – Lávarðar – hafa umsjón með úthlutunum úr sjóðnum.

FLUGBJÖRGUNARSVEITIN REYKJAVÍK
Kennitala:550169-6149
Banki:513-14-404912

Framlög eru frádráttarbær frá skatti

Fjárframlög einstaklinga til Flugbjörgunarsveitarinnar eru frádráttabær frá skatti (Sbr. 7. tölul. A-liður 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.) Á það við hvort sem um er að ræða einstakar gjafir til félagsins eða reglulegan stuðning Traustra félaga.

Styrktaraðilinn þarf ekkert að aðhafast. Flugbjörgunarsveitin kemur upplýsingum um frádráttabæra styrki (kaup á vöru og þjónustu skapa ekki rétt til frádráttar) til Skattsins og við það lækkar skattstofn styrktaraðilans á viðkomandi almanaksári. Afslátturinn nemur tekjuskatthlutfalli þess sem veitir styrkinn en hlutfallið er breytilegt eftir tekjum. Styrkveitingar koma því fram á skattframtali hvers og eins.

Einstaklingar geta fengið skattaafsláttinn þegar samanlögð styrkupphæð til félaga á almannaheillaskrá Skattsins er á bilinu 10.000 (lágmark) til 350.000 krónur (hámark) á almanaksári. Nánari upplýsingar má finna á skatturinn.is.