Styrktarsamningur við Reykjavíkurborg

 

Föstudaginn 15. apríl síðastliðinn var undirritaður styrktarsamningur til 3ja ára milli
björgunarsveita í Reykjavík og Reykjavíkurborgar. Samningurinn hljóðar uppá 8 milljónir árlega til sveitanna og heildarupphæðin er 24 miljónir.  Aðilar að samningnum eru FBSR, HSSR, Ársæll og Kjölur. Myndin er tekið við undirritun samningsins. Á myndinni eru Stefán Þór gjaldkeri FBSR, Haukur formaður HSSR, Jón Gnarr borgarstjóra í Reykjavík, Borgþór formaður Ársæls og Birgir formaður Kjalar.