Snjóflóðahelgi FBSR

Frá snjóflóðahelginni. Sá sem liggur er að mæla halla brekkunnar en ekki að hvíla sig :)

Frá snjóflóðahelginni. Sá sem liggur er að mæla halla brekkunnar en ekki að hvíla sig 🙂

Um helgina var haldin snjóflóðahelgi FBSR upp í Bláfjöllum, en um 40 manns, bæði nýliðar og inngengnir félagar skerptu þar á þekkingu sinni um snjóflóð, ýlaleit, mokstur, hundaleit, snjólög og prófíla.

Á föstudagskvöldið var haldið upp í Fram-skálann í Eldbor

gargili, en þar í kring fóru fram allar æfingar helgarinnar. Þeir Þórður, Tómas og Ólafur Magg héldu utan um kennsluna, en fengu til liðs við sig Viktor, Védísi, Margréti og Birgi. Um kvöldið voru nokkrir fyrirlestrar, sem og á laugardags og sunnudagsmorgnana.12670239_10156380071110004_4163831439211155633_n

Sjálfur laugardagurinn var svo notaður í verklega kennslu og þjálfun, en einstaklega gott veður var á laugardaginn. Fengu þátttakendur kalt og stillt veður þar sem sólin skein. Var farið yfir grundvallaratriði í mokstri og lært að grafa, leitað að ýlum og prófílar skoðaðir.

Þá mættu aðilar frá Hundasveitinni til okkar og kynntu fyrir fólki leitarhunda og leitartækni þeirra. Meðal annars er einn af nýliðum sveitarinnar með þjálfaðan leitarhund og önnur að vinna í þjálfun síns hundar.

12659829_10208668165486140_294555351_n