Fjölmennt var á nýliðakynningar FBSR mánudaginn og þriðjudaginn sl. en samtals um 90 manns sóttu kynningarnar.
Skráning í nýliðaþjálfunina fer fram sem hér segir:
Föstudaginn 30. ágúst kl. 19:00 á bílastæði við Esjurætur
Laugardaginn 31. ágúst kl. 14:00 á bílastæði við Esjurætur.
Gengið verður upp að Steini en við tökum fram að ekki er um neitt próf eða tímatöku að ræða.
Ef það eru einhverjar spurningar er hægt að senda á nylidar2024<hjá>fbsr.is