B1 og B2 héldu í Skarðsheiði laugardaginn 11. febrúar og hugðust
spreyta sig á vetrafjallamennsku 1 og 2. Spáin gerði ráð fyrir hæglætis
veðri fram eftir degi en svo átti að þykkna upp. Auðvitað gekk það
eftir. Aðstæður fyrir hópana voru samt góðar. Bjarni Nikolai og Maggi
Stálmús kenndu B1 undirstöðuatriðin á meðan Atli, Diablo, Steinar og
Óli fóru með B2 á Skessuhorn.
Ferðin upp á Skessuna gekk sæmilega og allir voru sáttir að ná
tindinum þó ekkert væri skyggnið. Á leiðinni niður var þreytan farin að
segja til sín og eflaust hafði það eitthvað með það að gera þegar
Diablo missti jafnvægið og rann stjórnlaust niður bratta
harðfennisbrekku og í fátinu missti hann öxina sína. Þegar hann þaut
framhjá nýliðunum sínum hugsaði hann "þau hljóta að stoppa mig". Það
var einmitt það sem gerðist. Mía litla og Ragna brugðust við alveg eins
og þeim hafði verið kennt ári áður, fleygðu sér niður, gjörsamlega
grófu axir sínar í harðfennið og skeyttu engu um steinana sem urðu á
vegi þeirra fyrir neðan. Stelpurnar eiga því hrós skilið fyrir þessi
viðbrögð!
Eftir þetta sigum við niður bröttustu kaflana og slógum svo upp
tjöldum í 640 metra hæð. Þar áttum við ágætis dvöl í roki og
skafrenningi. Daginn eftir var ræst klukkan 9 og arkað til móst við
bílana sem voru komnir að sækja okkur.
Mía er á svipinn eins og hún kunni ekkert á þetta verkfæri en allt annað átti
eftir að koma í ljós!
Maggi stálmús og Atli ofurhugi
B-hóparnir ásamt þjálfurum
F.v. Óli, Atli, Steinar, Viðar, Evvi
Ragna og Sóley (Mía)
Diablo kuldalegur