Þegar þetta er skrifað eru 66 klukkustundir þar til afmælisæfing Flugbjörgunarsveitarinnar, Rauði Október II hefst og undirbúningur á lokastigi. Alls hafa á fjórða hundrað þáttakendur boðað sig til leiks svo að ljóst er að yfir 500 björgunarmenn verða samankomnir á æfingunni næsta laugardag.
Upplýsingamöppum um æfinguna verður dreift til sveita á höfuðarborgarsvæðinu næstkomandi föstudag en aðrar sveitir fá þær afhentar við komu á laugardagsmorgun.
Annars er dagskráin 2.október sem hér segir;
- 06:00 Æfing hefst, hópar með möppur tilkynna sig inn og fá verkefni. Hópar utan af landi mæta í hús FBSR, fá verkefni og möppur.17:00-20:00 Grillveisla í boði FBSR við hús sveitarinnar
- 17:00-20.00 Sundlaugarferð í Laugardalslaugina í boði FBSR og ÍTR
- 20:00 Dagskrá og æfingu lýkur formlega
Allar nánari upplýsingar fást hjá æfingastjóra, Jónasi Guðmundssyni í síma 897-1757.
Sjáumst kát og hress á Rauða Október II
Æfingastjórn