Sunnudaginn 25. nóvember verður haldin ráðstefna um aðgerða- og fjarskiptamál í húsnæði Hjálparsveitar skáta Reykjavík að Malarhöfða. Ráðstefnan er á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
Skráning á ráðstefnu um aðgerða- og fjarskiptamál er hjá skrifstofu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í síma 570-5900 eða á netfangið [email protected].
Ráðstefnan mun taka á nýjungum á þessum sviðum en mikil framþróun hefur verið undanfarin misseri, bæði með tilkomu endurskoðaðra reglna um aðgerðastjórnir og tilkomu TETRA kerfisins en milli þrjú og fjögurhundruð TETRA stöðvar eru komnar í notkun hjá björgunarsveitum.
-Kynning á reglum um aðgerðastjórnir
-Framtíðin í aðgerðastjórnun
-TETRA sem aðgerðastjórnunartæki. möguleikar og nýjungar
-Ferilvöktun TETRA/ Site Watch. Sagt frá og kynnt nýtt forrit fyrir sveitir og svæðisstjórnir