Sú hefð hefur skapast að nýliðar í B2 skipuleggi páskaferð Flugbjörgunarsveitarinnar. Þetta árið verður haldið norður á Tungnahryggsjökul og gengið á skíðum í hinni stórbrotnu náttúru Tröllaskagans. Ferðin verður þriggja nátta og möguleiki á tveimur nóttum í skála fyrir þá sem fengið hafa nóg af tjaldlegu í vetur. Lagt verður af stað úr húsi FBSR kl. 19:00 miðvikudaginn 27. mars. Þann dag og næsta verður gengið upp á jökulinn. Á föstudeginum verður gengið á tinda í nágrenninu þar sem vonandi fæst útsýni yfir Tröllaskagann. Síðasta daginn verður síðan gengið niður Kolbeinsdal og keyrt í bæinn. Það er næsta víst að þetta verður epísk ferð sem enginn vill missa af enda umhverfið einstakt og félagsskapurinn góður. Skráning fer fram á D4H og frekari upplýsingar fást hjá Ilmi í síma 849 2692.
Á myndinni að ofan er horft yfir jökulinn, eftir Tröllamúrnum til Hólamannaskarðs.