Páskaferð

Núna um páskana verður farið í Skaftafell þar sem menn og konur geta leikið lausum hala. Eins og menn vita þá er í Skaftafelli ógrynni af tindum og miserfiðum leiðum.  Veðurspáin er þannig að næturnar eru blautar og laugardagurinn allur rennandi en aðra daga má búast við smávægilegum skúrum, sem tekur varla að tala um.

Einhverjir hafa nú þegar ákveðið að fara á Hnappavelli og er það vel. Ekki verða ákveðnir brottfaratímar heldur treyst á að þeir sem hafi áhuga á að fara tali sig saman og komi sér á staðinn. Ef menn þurfa að nota bíla sveitarinnar þá þarf að sjálfsögðu að tala við Símon um það.

Skildu eftir svar