Neyðarkallasalan hafin í ár

Neyðarkall 2015 lyklakippa

Þá er komið að því. Neyðarkallasalan 2015 er hafin. Björgunarsveitarfólk verður næstu daga á öllum fjölförnustu stöðum höfuðborgarsvæðisins og um allt land og óskar eftir stuðningi frá almenningi til að geta haldið áfram að halda úti öflugu leitar- og björgunarstarfi.
Neyðarkallinn í ár er björgunarsveitamaður í bílaflokki.

Björgunarsveitarmenn í bílaflokki sjá til þess að ökutæki sveitanna séu alltaf í fullkomnu lagi og tilbúin til notkunar þegar útkall berst. Auk þess sjá meðlimir bílaflokks gjarnan um akstur þeirra til og frá vettvangi og á æfingum. Salan stendur fram á laugardag. Takk fyrir að standa við bakið á okkur!

Fyrir félagsmenn: Það verður mönnun í húsi alla daga sölunnar. Ef ykkur vantar kalla eða aðrar upplýsingar er alltaf hægt að koma við eða hringja niðrí hús og athuga stöðuna 551-2300.

Afmælishátíð – FBSR 65 ára

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík hélt upp á 65 ára afmæli sitt á laugardagskvöldið, en sveitin var stofnuð 27. Nóvember 1950 í kjölfar björgunarinnar á áhöfn flugvélarinnar Geysis á Vatnajökli það sama ár.

Rúmlega 130 manns mættu á hátíðina, sem haldin var á Hótel Natura við Reykjavíkurflugvöll, en gestir voru á öllum aldri og þeir elstu á níræðis- og tíræðisaldri og hafa starfað með sveitinni í meira en hálfa öld.

Á hátíðinni var Stefán Bjarnason gerður að heiðursfélaga, en hann gekk inn í sveitina árið 1954. Hefur Stefán setið í stjórn félagsins í fjölda ára, sinnt ýmsum ábyrgðastörfum fyrir sveitina og leiddi hann meðal annars byggingu núverandi húsnæðis sveitarinnar fyrir um 25 árum síðan og smíði fjallaskála félagsins í Tindfjöllum.

FBSR-65_311015_JON8623-11

Stefán Bjarnason, heiðursfélagi FBSR, ásamt Jóhannesi I. Kolbeinssyni, formanni.

Á hátíðinni fengu einnig eftirtaldir einstaklingar heiðursmerki sveitarinnar:

Gullmerki:
Freyr Bjartmarz
Grétar Pálsson
Jónas Guðmundsson
Sigurður Sigurðsson

Gullmerkishafar ásamt varaformanni og formanni.

Gullmerkishafar ásamt varaformanni og formanni.

 

 

Silfurmerki:
Jörundur Guðmundsson
Guðmundur Magnússon
Guðmundur Baldursson
Bergsteinn Harðarson
Kristbjörg Pálsdóttir
Þráinn Þórisson
Frímann Andrésson
Marteinn Sigurðsson
Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir
Arnar Már Bergmann
Guðmundur Arnar Ástvaldsson

Silfurorðuhafar ásamt varaformanni og formanni sveitarinnar.

Silfurorðuhafar ásamt varaformanni og formanni sveitarinnar. Á myndina vantar þau Guðmund Baldursson, Sveinborgu Hlíf Gunnarsdóttur og Bergstein Harðarson.

Bronsmerki:
Pétur Hermannsson
Elsa Gunnarsdóttir
Heiða Jónsdóttir
Ásgeir Sigurðsson
Eyþór Helgi Ílfarsson
Ólafur Magnússon
Steinar Sigurðsson
Jóhannes Ingi Kolbeinsson

Bronsmerkishafar ásamt varaformanni og formanni.

Bronsmerkishafar ásamt varaformanni

Er þeim þakkað mikið, gott og óeigingjarnt starf fyrir sveitina í gegnum árin.

Stofnfélagar Flugbjörgunarsveitarinnar voru 29 talsins og fyrsti formaður var kjörinn Þorsteinn E. Jónsson flugmaður. Síðan þá hafa 13 gengt því embætti og voru myndir af öllum formönnunum afhjúpaðar í tilefni af afmælinu í húsnæði sveitarinnar.

Myndir: Jón Svavarsson

Hungurleikarnir 2015

Í tilefni af afmælishátíð FBSR um helgina var haldin þrautakeppni fyrir félagsmenn á laugardaginn. Meðal annars þurfi að síga í gryfjunum í Öskjuhlíð, hita vatn á sem skemmstum tíma, sýna fram á góða rötunar- og korta þekkingu og gera allskonar þrekæfingar.

Keppnin, sem nefndist Hungurleikarnir, heppnaðist mjög vel og var skipulag þeirra Óla Magg, Billa, Bjössa, Steinars og Viktors til fyrirmyndar. Keppendur voru 21, en þar sem veitt eru aukaverðlaun fyrir stíl í keppninni voru búningar í skrautlegra lagi. Er það von FBSR að engum vegfaranda hafi verið bylt við í morgunsárið á laugardaginn þegar hann mætti síðhærðum víkingum, sjóræningjum, skátum eða öðrum uppáklæddum einstaklingum.

Gullskóinn, verðlaun fyrir besta árangurinn fékk liðið Víkingarnir

 

Sigurlið Víkinganna.

Sigurlið Víkinganna.

 

Fagurkerann, verðlaun fyrir besta stílinn fékk liðið The gang

The gang

The gang

 

Önnur lið í keppninni má sjá hér:

FBSR Lord

FBSR Lord

Woopee's

Woopee’s

Head hunters

Head hunters

 

65 ára afmæli Flugbjörgunarsveitarinnar

fbsrÍ dag heldur Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík upp á 65 ára afmæli sitt, en það var í nóvember 1950 sem sveitin var formlega stofnuð. Kom það til í kjölfar björgunarinnar á áhöfn flugvélarinnar Geysis á Vatnajökli í september það sama ár. Voru stofnfélagar 29 og fyrsti formaður var kjörinn Þorsteinn E Jónsson flugmaður.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá, en Flugbjörgunarsveitin hefur þó alla tíð haft aðsetur við Reykjavíkurflugvöll, upphaflega í bráðabirgðahúsnæði, en seinna fékk sveitin til afnota tvo bragga í Nauthólsvík. Voru þeir aðsetur hennar þar til hún flutti í eigið húsnæði við Flugvallaveginn árið 1990.SW018

Í kvöld fer fram afmælishátíð félagsins, en þar munu bæði yngri og eldri félagar mæta og gera sér glaðan dag og rifja upp áhugaverð augnablik úr sögu félagsins.

Þá verður þess meðal annars minnst að 20 ár eru síðan fyrstu konurnar gengu inn í sveitina. Að lokum verða orður veittar félögum fyrir vel unnin störf í gegnum árin.018

Fyrr um daginn verður forskot tekið á sæluna, en þá verða haldnir leikar milli hópa í sveitinni. Keppt verður í allskonar
mögulegum og ómögulegum greinum, en að lokum kemur í ljós hvaða hópur stendur uppi sem sigurvegari. 009

Fleiri skemmtilegar myndir úr starfi sveitarinnar má sjá á Facebook síður Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, hér.

 

Neyðarkallinn 2015

Þá fer að styttast í sölu Neyðarkallsins þetta árið. Sem fyrr er þetta ein af mikilvægustu fjáröflunum björgunarsveitanna á landinu og verða félagar sveitanna væntanlega sýnilegir um allt land. Eins og endra nær verður nýr kall afhjúpaður á næstu dögum, en hér er smá „tease“ fyrir opinbera birtingu 🙂

Salan hefst fimmtudaginn 5. nóvember og stendur til laugardagsins 7. nóvember.allir teaser

Leit um helgina

Undanfarna daga hefur fjöldi félaga í Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu leitað Harðar Björnssonar sem hefur verið saknað síðan aðfararnætur 14. októbers. Því miður hefur sú leit ekki enn skilað árangri.

Á vegum FBSR hefur fjöldi manns leitað, en á laugardag voru vel á fjórða tug félaga FBSR að störfum og í dag voru þeir um 20. Auk leitarhópa á landi undanfarna daga hefur FBSR notið aðstoðar félaga í Fisfélagi Reykjavíkur við leit úr lofti.

Verði fólk vart við Hörð eða telji sig hafa einhverjar upplýsingar sem kunna að leiða til þess að hann finnist er það beðið um að tilkynna það strax til 112.

Hjálpumst að við að leita að Herði

Leit að Herði Björnssyni, 25 ára, heldur áfram í dag en hans hefur verið leitað undanfarna eina og hálfa viku. Í dag mun mikill fjöldi björgunarsveitamanna Slysavarnarfélagsins Landsbjargar leita Harðar á höfuðborgarsvæðinu og óskum við eftir því að íbúar á svæðinu leggi okkur lið við leitina. Sérstaklega óskum við þess að fólk leiti í görðum sínum og nær umhverfi, en einnig þeim svæðum sem þeim finnst koma til greina. Ef fólk verður Harðar vart er það beðið um að tilkynna það strax í 112.

Hörður er 188 cm á hæð, grannur, ljóshærður og með rautt skegg. Síðast er vitað um ferðir hans á Laugarásvegi í Reykjavík um kl. 04:00 þann 14. október sl. Hörður er ekki talinn hættulegur.

 

Hörður

Fyrsta ferð B1

Nýliðaþjálfun Flugbjörgunarsveitarinnar skiptist í tvö ár, B1 og B2. Nýliðar á fyrsta ári (B1)

Mynd/Halli - Eins og sjá má var veðrið eiginlega of gott þessa helgi :)

Mynd/Halli – Eins og sjá má var veðrið eiginlega of gott þessa helgi 🙂

héldu í sína fyrstu ferð þann 12. og 13. september.   Auk nýliða mættu nokkrir galvarskir, inngengnir Flubbar – þ.m.t tveir fulltrúar úr stjórn.

Lagt var upp frá Botnsdal í Hvalfirði og gengið upp að hæsta (eða næsthæsta!) fossi landsins, Glym þar sem ófáarmyndir voru teknir og ófáum fötum pakkað þar sem veðrið var eins og best verður kosið á þessum árstíma.

Þaðan lá leiðin norðvestan við Hvalfellið, framhjá Breiðafossi að Hvalvatni þar sem ákveðið var að ganga sunnan megin við vatnið til þess að að freista þess að finna Arneshelli, sem þar ku eiga heimili.  Hellirinn reyndist hinsvegar af heiman þennan dag og því lá leiðin meðfram vatninu, undir Hvalfellinu þar sem nýliðarnir fengu fyrstu reynslu sína í skriðubrölti og grunnáfanga í vaði 101.

Mynd/Halli - Fyrsta uppgangan af fjölmörgum næstu tvö árin.

Mynd/Halli – Fyrsta uppgangan af fjölmörgum næstu tvö árin.

Eftir göngu með fram Hvalvatni (og nokkrar sólbaðsstundir) lá leiðin að fallegum  náttstað við Krókatjarnir þar sem tjöldum var slegið upp og prímusarnir mundaðir.

Á sunnudagsmorgni voru teknar léttar Mullersæfingar við morgunskúri en um leið og lagt var af stað var blessuð sólin aftur mætt og skyggni því rúmlega ágætt þegar hópurinn rölti sem leið lá yfir Gagnheiði, meðfram Súlnabergi Botnssúla í suðurátt að Svartagili.  Þegar á Þingvelli var komið, beið fagurgræn rúta eftir mannskapnum og ferðjaði í bæinn.

 

 

Mynd/Halli - Náttstaðurinn við Krókatjarnir.

Mynd/Halli – Náttstaðurinn við Krókatjarnir.

Um kvöldið fór hersingin á HamborgaraFabrikkuna og fékk sér hamborgara í félagsskaps B2, sem komu syndandi.

Mynd/Halli - Farastjórinn sjálfur, Halli Kristins.

Mynd/Halli – Fararstjórinn sjálfur, Halli Kristins.

 

Kilimanjaro toppað

Kilimanjaro

Guðjón Benfield, Bjarni Jóhannesson og Birgir Valdimarsson

Í byrjun September fóru 3 meðlimir úr FBSR til Tanzaníu í Afríku og gengu þar á tvö fjöll.

Kilimanjaro - jökullinn á Kibo tindi

Kilimanjaro – jökullinn á Kibo tindi

Mount Meru og Kilimanjaro.  Þetta er þriðja árið í röð sem þeir félagar leggja land undir fót og fara saman í fjallaferð (2014: Mount Rainier og 2013: Mont Blanc).

Ferðin hófst á 3 daga göngu upp Mount Meru sem er nokkuð stæðilegt 4566 metra hátt virkt eldfjall og er staðsett 70km vestur af Kilimanjaro.  Neðri hluti fjallsins er heimkynni mikils fjölda villtra dýra þannig að til öryggis fylgdi vopnaður landvörður hópnum upp í efstu búðir sem eru í 3500m hæð og beið eftir þeim þar, á meðan fjallið var toppað að næturlagi.

Við tók svo 6 daga ganga á Kilimanjaro hæsta fjall Afríku (5895m) sem rís um 4600 metra yfir nánasta umhverfi sitt

Mount Meru – mynd tekin frá tind litla Meru (3800m) Gígurinn á fjallinu er gríðarstór

Mount Meru – mynd tekin frá tind litla Meru (3800m)
Gígurinn á fjallinu er gríðarstór

og býður upp á mikið útsýni og fjölbreytt vistkerfi.  Fyrir valinu varð Machame leiðin einnig nefnd Viskíleiðin.  Gist var i tjöldum á leiðinni upp og gekk ferðin vel.  Uhuru peak hæsti tindur fjallsins var toppaður á fimmta degi eða við sólarupprás þann 7 September.

 

Tjaldbúðir á 3 degi á Kilimanjaro – Allar næturnar á fjallinu var stjörnubjart – Útsýni yfir borgina Moshi

Tjaldbúðir á 3 degi á Kilimanjaro – Allar næturnar á fjallinu var stjörnubjart – Útsýni yfir borgina Moshi

Flubbi skíðar í skýjunum

DSC02091Halli Kristins, félagi FBSR til fjölda ára, hélt í júní á fjallið Muztagh Ata í Kína þar sem hann eyddi mánuði í að glíma við þetta tæplega 7.600 metra háa fjall. Í ferðinni setti Halli Íslandsmet þegar hann varð sá einstaklingur sem hefur skíðað hæst allra Íslendinga. Í kvöld mun hann bjóða félögum FBSR upp á stórskemmtilega og fróðlega frásögn með flottum myndböndum af þessari frábæru ferð. Lesa má nánar um ferðina á vef 66 Norður.

IMG_20150611_105840