Fyrsta Flugbjörgunarsveitaræfing vetrarins

Fimmtudaginn 1.október verður fyrsta Flugbjörgunarsveitaræfing vetrarins. Æfingastjóri skipuleggur sveitaræfingar og í þeim verða verkefni við allra hæfi. Sveitaræfingarnar verða haldnar reglulega í vetur og eru nauðsynlegur þáttur í að efla liðsheild, hæfni og traust félaga.

Mæting í hús kl 19 – úkall kl 19.15.

Mætum öll!

 

Haustferð Jóns Þorgrímssonar

Helgina 25. – 27. september verður haldið i Haustferð FBSR. Matti Zig verður fararstjóri að þessu sinni en ferðin verður í anda Jóns Þorgrímssonar og heitir jafnframt eftir honum. Ferðaáætlunin í ár hjómar þannig: Landmannalaugar – Strútslaug – Strútsskáli (Strútur) 

 Lagt verður af stað í Landmannlaugar á föstudagskvöld kl 20:00. Tjaldað þar og að sjálfsögðu verður fótabað í lauginni.
Laugardagurinn fer í það að koma sér að Strútslaug. Tveir möguleikar eru fyrir hendi:
   A) Að fara yfir Torfajökul og niður Laugaháls eða
B) að fara norður fyrir Torfajökul og ofaní Muggudali og þaðan að Strútslaug, þar sem hópurinn fer að sjálfsögðu í bað. Á sunnudaginum verður farið frá Strútsstígur að Strútsskála þar sem hópurinn verður sóttur.

Skráning á skráningarblöðum á Flugvallarvegi eða hjá mattizig[hja]simnet.is

Íslenska alþjóðasveitin stóðst prófið

Íslenska alþjóðasveitin hlaut í gær formlega vottun sem fullgild alþjóðleg rústabjörgunarsveit frá INSARAG, sem eru samtök alþjóðlegra rústabjörgunarsveita sem starfa undir hatti Sameinuðu þjóðanna. 10 manna útektarteymi frá INSARAG hefur undanfarna daga verið með sveitinni á strangri æfingu á Gufuskálum á Snæfellsnesi.

Umsögnin sem sveitin hlaut frá úttektarteyminu að æfingu lokinni var afar góð. Þar sagði m.a. að sveitin hafi sýnt mikla fagmennsku í öllum verkum sem leiddi til góðrar frammistöðu. Einnig var tekið eftir afar öguðum vinnubrögðum og góðum anda innan hennar.

Fyrsta námskeið nýliða

Þriðjudaginn 8.september klukkan 20 verður fyrsta námskeið hjá nýjum hóp nýliða. Verður þar farið í hluta af námskeiðinu Ferðamennska þar sem farið er yfir grunnatriði ferðamennsku – ferðahegðun, fatnað, einangrun, útbúnað ofl. Námskeiðið fer fram í húsi sveitarinnar við Flugvallarveg.

Helgina 12. – 13. september verður svo fyrsta nýliðaferðin en farið verður yfir Heiðina Háu.

Nýliðakynningar

Hefur þú hugleitt að snjór geti verið eitthvað annað en það sem er
fyrir manni í umferðinni? Gætir þú hugsað þér að stunda fjallamennsku,
jeppamennsku, vélsleða eða jafnvel fallhlífastökk? Ert þú þessi týpa
sem gætir hugsað þér að vera til taks þegar aðrir eru í neyð? Kannski
áttu þá erindi til okkar!

Þriðjudaginn 1. september og fimmtudaginn 3. september – kl 20 – verða haldnar nýliðakynningar í húsi sveitarinnar við Flugvallarveg.

Sjáumst!
 

Haustfagnaður

Föstudaginn 21.ágúst verður
Tiltektar-Haustfagnaður-FBSR þar sem allt verður gert skínandi hreint
og fínt fyrir veturinn. Það er ýmislegt sem þarf gera þannig að allir
geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Mæting uppúr 5 í vinnugallanum, með hamarinn í annarri hendi og
bónklútinn í hinni. Veitingar í boði þegar verkefnalistinn verður
tómur.

Verkefnalistinn kemur á innranetið í vikunni. Ef einhver man eftir
einhverju sem hugsanlega leynist ekki á listanum þá sendið póst á
ritara sem kemur því áleiðis.

Absolút skyldumæting!

Aðalfundur FBSR

Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 24.ágúst nk. kl. 20.00.

Fundarboð hefur verið sent út. Ef einhver félagi fær ekki fundarboð á næstu dögum eða ef einhver sem fær fundarboð óskar eftir að fá það ekki í framtíðinni þá vinsamlegast hafið samband við ritara – ritari[hja]fbsr.is

Athugið að aðalfundur er eingöngu fyrir félaga sveitarinnar.

Dagskrá aðalfundar:

1. Formaður setur fund.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
4. Endurskoðaður rekstrar og efnahagsreikningur 2008 og umræður um hann.
5. Inntaka nýrra félaga.
6. Hlé – Kaffiveitingar á vegum kvennadeildarinnar, kr. 1.000
7. Kosning formanns (til eins árs).
8. Kosning tveggja meðstjórnenda (árlega til tveggja ára).
9. Kosning tveggja varastjórnenda (til eins árs).
10. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
11. Önnur mál.

Við hvetjum alla félaga til að mæta á aðalfundinn og hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þar verða teknar.

Hjólaferð um Lakagíga 14.-16.ágúst

Á vegum Flugbjörgunarsveitarinnar er stefnt að því að skreppa í þriggja daga trússaðan (lúxus) hjólatúr helgina 14.- 16.ágúst um svæðið í kringum Lakagíga á Síðu. Svæðið býr að mikilli náttúrufegurð, góðum malarvegum (að slepptum smá sandkafla á degi 2), lítilli bílumferð og nokkurs fjölda skála. Dagleiðir verða lengstar 68 km, en til gaman má geta að í Heiðmerkurtúr sveitarinnar snemmsumars fóru flestir vel yfir 40 km á einni kvöldstund.

Fyrirkomulag: Farið verður á Ford og öðrum sveitarbílum (fer
eftirþátttöku) austur. Ferðalangar skulu taka með sér tjald auk
hefðbundins viðlegubúnaðar, þó svo að gist verði líklega í skálum
a.m.k. aðra hvora nóttina (og greiða hófleg skálagjöld sjálfir). Þeir
skulu jafnframt hafa með sér vatnsbrúsa og dagsnesti. Annars mun
Fordinn fylgja hópnum með annan farangur.
Dagur 1. Föstudagur 14.ágúst. (Gulur 12 km) Lagt af stað frá
Flugvallarvegi kl. 17. Keypt verður á leiðinni sameiginlega inn fyrir
grillmáltíð á laugardagskvöldið. Annan mat þurfa þátttakendur að koma
sjálfir með.
Étinn verður kvöldverður á leiðinni. Um kl. 21 verður komið að
afleggjara frá hringvegi að Hunkurbökkum og hefst ferðin þar. Haldið
verður norður Lakaveg, en gert stutt stopp til að ganga niður að
Fjaðrárgljúfri. Síðan verður haldið upp brekkur norður á bóginn þar til
komið er að fornu eyðibýli við Eintúnaháls (12 km), en þar verður
slegið upp tjöldum fyrir nóttina (mönnum er einnig frjálst að gista í
„skálanum“. Ef menn eru sprækir má halda áfram ferðinni í Blágil (37
km), hvar híbýli eru nokkuð vistlegri.

Dagur 2. Laugardagur 15.ágúst. (Rauður 68 km) Eftir morgunverð við
Eintúnaháls er hjólað norður á bóginn. Geirlandsá er vaðin (30 km) og
Fagrifoss skoðaður.
Vaða þarf líklega Hellisá og jafnvel Stjórn áður en komið er að
afleggjaranum í Blágil (35 km) en þangað er 2,5 km spotti og gott að
snæða hádegisverð þar með aðgang að vatni, skála og salerni eftir
þörfum. Eftir hádegismat er aftur farið út á Lakaveg (40 km) og komið
að fjallinu Laka (55 km) en upplagt er að taka útsýnisferð upp á
fjallið, skoða hella og gosmyndanir. Þaðan er stefnan tekin fyrst í
vestur og svo SSV meðfram gígaröðinni, gönguleið á milli gíganna hjóluð
(60 km) og haldið áfram þar til komið er í gangnamannaskálann við
Hrossatungur (80 km) hvar grillað verður og gist.

Dagur 3. Sunnudagur 16.ágúst. (Grænn 25 til 55 km) Frá Hrossatungum er
haldið suður á bóginn, fram hjá gagnamannaskálanum við Leiðólfsfell (95
km) og inn á línuveg og Hellisá vaðin í annað sinn. Fljótlega eftir
Hellisá er beygt suður (100 km) í Skaftárdal á meðan Ford heldur
línuveg áfram og hittir hópinn aftur við hringveg á leiðinni niður í
Skaftárdal.
Hjólreiðamenn koma hins vegar í Skaftárdal (105) og yfir Skaftá og inn
á Fjallabaksleiðir og fylgja þeim niður á Þjóðveg 1 (125 eða 135 km).

Áhugasamir setji sig í sambandi við Bubba í síma 695 5407

Kort af leiðinni