Í dag, þriðjudaginn 6.apríl, var Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík kölluð
út ásamt öðrum sveitum á svæðum 1, 3 og 16 til leitar við Hattfell. 5
bílar frá sveitinni fara á vettvang.
Gæsla við gosstöðvar
Patrol jeppar sveitarinnar fóru úr húsi klukkan 04:30 á fimmtudagsmorgunmeð 8 félaga innanborðs í átt að gosstöðvunum. Upphaflega stóð til að fara í gæslu í Básum en þar sem lokað var fyrir alla umferð að gosinu og inn í Þórsmörk breyttist upphaflegt plan. Annar bíllinn fékk því það hlutverk að loka veginum inn í Þórsmörk og hinn að stoppa fólk við gönguleiðina upp hjá Skógafossi. Um hádegið var opnað aftur fyrir umferð að gosinu og þá sinntu bílarnir eftirliti á veginum inn að Básum.
Á mánudagsmorgun fer svo aftur hópur frá sveitinni í gæslu á Fimmvörðuháls.
Ferðir helgarinnar
Um helgina fer B1 undir stjórn Stjána í Tindfjöll en ætlunin er að ganga á Ými og Ýmu. Á svæðinu hefur skv. línuritunum hjá veðurstofu verið rigning eða slydda uppá síðkastið og gönguskíði ekki mjög líkleg til árangurs.
B2 er ekki í ferð á vegum sveitarinnar um helgina en flestir ef ekki allir eru á leið norður á Akureyri til þess að taka þátt í Telemark festivali ISALP. Minnum á þátttökugjaldið og félagsgjaldið.
Braggapartý
Braggapartý
6.MARS 2010 KL. 20 Í BRAGGANUM
– KÚREKAR VESTURSINS MÆTA TIL LEIKS ÁSAMT ÞVÍ AD HLÍÐA Á DAGSKRÁ AFMÆLISÁRS FBSR
– NÝR MYNDASKETS FRÁ SÓLHEIMAJÖKLI
– HATTAR, KLÚTAR, SPORAR OG GALLAEFNI VERÐUR Í HÁVEGUM HAFT
ÍHAAAA
Útkall við Húsfell
Um klukkan 11:30 voru undanfarar björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu kallaðir út vegna konu sem féll í sprungu mitt á milli Valabóls og Húsfells, rétt ofan við Hafnarfjörð. Konan sat föst á um 4-5 m dýpt. Konan var ásamt annarri á göngu á svæðinu og steig á snjó er huldi sprunguna með fyrrgreindum afleiðingum. Björgunarsveitamenn sigu í sprunguna eftir konunni og um klukkan 12:45 náðu þeir henni upp. Reyndist hún ómeidd.
Styrkur frá Ellingsen
Ellingsen hefur ákveðið að veita vélsleðaflokki Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík rekstrarstyrk til áframhaldandi góðra verka. Ellingsen er umboðsaðili Ski-Doo á Íslandi en Ski-Doo vélsleðar björgunarsveitarinnar komu mjög við sögu í erfiðri en árangursríkri leit á Langjökli aðfaranótt mánudagsins 15. febrúar. Sleðarnir stóðust með prýði mikið á lag við erfiðar aðstæður.
Björgunarsveitirnar okkar eiga alltaf að geta treyst á öflug og traust tæki við aðstæður sem þessar og hefur reynslan sannað öryggi og styrk Ski-Doo vélsleðanna svo um munar. Ellingsen er það sönn ánægja að geta orðið vélsleðaflokki Flugbjörgunarsveitarinnar að liði.
Útkall gulur, leit innanbæjar
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík var boðuð út til leitar innanbæjar í gærkvöldi ásamt öðrum sveitum á svæði 1. Hafði eldri maður týnst af heimili sínu en hann fannst innan við klukkustund eftir að útkallið.
Flubbar fundu vélsleðafólkið á Langjökli
Um þrjú hundruð björgunarsveitamenn leituðu að skoskri vélsleðakonu og ellefu ára syni hennar á svæðinu í Langjökli næst Skálpanesi í gærkvöldi og fram á nótt. Veður var afleitt og skyggni aðeins fáir metrar. Sleðahópur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík tók þátt í leitinni og keyrði fram á mæðginin þar sem þau höfðu búið sér til skjól á bak við vélsleða sinn. Viðtal við Guðmund Arnar sleðamann og stjórnarmann Flugbjörgunarsveitarinnar má lesa á vef mbl.is.
Útkall – Leit að vélsleðafólki á Langjökli
Um klukkan 17.30 í dag voru björgunarsveitir kallaðar út vegna vélsleðafólks sem hafði orðið viðskila við ferðafólk sitt á Langjökli. Mikill fjöldi björgunarsveitamanna er á svæðinu en þar eru aðstæður afar erfiðar vegna veðurs.
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin á Haiti
Þriðjudaginn 16.febrúar mun Gummi Guðjóns halda fyrirlestur og sýna myndir frá hjálparstarfi Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar á Haítí. Fyrirlesturinn hefst kl 20. Hvetjum alla félaga til að mæta.