Að kvöldi níunda desember fór djúp lægð hratt yfir landið með tilheyrandi óveðurshvelli. Allir bílar okkar með alls 12 manns í áhöfn voru á ferðinni innan bæjar sem utan við að bjarga verðmætum og hjálpa fólki í ófærðinni. Hellisheiði var lokað vegna veðurofsans og voru "44 jepparnir sendir þangað til að sækja fólk í bíla sem sátu þar fastir. Kallað var út klukkan 19:30 og stóðu aðgerðir til um klukkan tvö um nóttina.
Óveðursútkall
Skildu eftir svar