Opið hús á Menningarhátíð 21.ágúst

fbsr60arawebsmall

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík er 60 ára í ár. Í tilefni af afmælinu stendur mikið til. Ævintýrið byrjar á Menningarhátíð Reykjavíkurborgar laugardaginn 21. ágúst n.k. milli kl. 13:00 og 18:00.

Þá mun verða opið hús fyrir almenning miðsvæðis í aðalstöðvum sveitarinnar við Flugvallarveg. Þar munu sveitarmenn taka á móti gestum og gangandi og sína þeim búnað, spjalla um skemmtilegt starf sveitarinnar og um svaðilfarir á fjöllum. Öll svið sveitarinnar verða með kynningu: Fjallasvið, bílasvið, beltasvið, leitarsvið, sjúkrasvið, fallhlífasvið og síðast en ekki síst lávaraðarnir sem munu kynna sögu sveitarinnar. Félagar sveitarinnar munu líka vera í samstarfi við Norrænt kóramót í Reykjavík en kórarnir 60 njóta aðstoðar Flugbjörgunarsveitarinnar við rötun með því að halda merki sveitarinnar á lofti til leiðbeiningar fyrir kórfélaga. Þá munu sveitarmenn setja upp björgunarfalhllíf í byggingarkrana Eyktar sem stendur á gamla Nýja Bíós reitnum á gatnamótum Lækjargötu og Bankastrætis. Sveitarmenn munu standa undir fallhlífinni og ræða við gesti og gangangi um fjallamennsku, fallhlífarstökk og frækilegar björgunaraðgerðir. Komið í heimsókn, hittið okkur, fáið ykkur kaffi og vöfflu, hlustið á kórana sem syngja hjá okkur — og síðast en ekki síst: Verðið traustir félagar okkar!