Snjóbílaflokkur starfar innan FBSR en innan flokksins eru félagar sem hafa góða kunnáttu til þess að aka snjóbíl og kunnáttu til þess að umgangast tækið. Flokkurinn er vel virkur og hittist reglulega til þess að sinna snjóbílnum. Snjóbílaflokkur sinnir útköllum við aðstæður sem reynast oft öðrum ökutækjum erfitt að komast að. Flokkurinn fer einnig reglulega í æfingaferðir.
