Almennt hlutverk heimastjórnar, ásamt stjórn FBSR, er að vera milliliður við svæðisstjórn. Heimastjórn sér um að fjarskiptabúnaður sveitarinnar (Tetra, VHF, Starlink) sé í lagi og tilbúinn í útkall.
Heimastjórn er með utanumhald á lánsbúnaði sveitarinnar og að hann sé tilbúinn til útláns og á sínum stað.
Hlutverk í útkalli
Heimastjórn er til staðar fyrir björgunarfólk FBSR í útkalli og er milliliður við aðgerðastjórn ef þörf er á meiri mannskap, ákveðnum björgum eða búnaði.
Skipar í hópa og úthlutar tetrum og VHF, skráir bjargir í aðgerðagrunn og D4H.
Fylgist með útkallinu og ef það dregst á langinn er haft samband við hópstjóra og athugað hvort þeir vilja útskiptingu á mannskap.
Eftir útkall
Taka á móti hópum og hugsanlega bjóða upp á kaffi eða mat eftir langt og erfitt útkall ásamt því að sjá um að viðrun eigi sér stað ef á þarf að halda.
Heimastjórn sér um að gengið sé frá búnaði og hann settur í þurrk ef á þarf að halda.
Nýhliðahelgar
Heimastjórn er til staðar fyrir nýliðaþjálfun FBSR og úthlutar lánsbúnað og skráir hann, úthlutar tetrum til nýliða og æfingastjórnar. Heimastjórn passar að allir séu skráðir í D4H og aðgerðagrunn eftir atvikum.
Heimastjórn tekur svo á móti nýliðum þegar þeir koma aftur til baka og er þeim innan handar, passar að gengið sé frá búnaði, hann settur í þurrk ef þarf, bílaleigubílum skilað og sveitarbílar þrifnir.