Hópinn skipa einstaklingar sem hafa þjálfað sig upp í fjallamennsku og björgun í fjalllendi. Hlutverk hópsins er að sinna björgun einstaklinga af svæðum sem erfitt er að komast að hvort sem er í klettabeltum eða á torsæknum fjallstindum.
Undir hópnum starfa undanfarar FBSR, en sá hópur er skipaður einstaklingum sem eru oft kallaðir fyrst út í verkefni við krefjandi aðstæður.
Þetta felur í sér að meðlimir hópsins þurfa að vera í góðu líkamlegu ástandi, hafa reynslu til að takast á við hálendi Íslands og kunna skil á helstu aðferðum í fjallabjörgun.