Fallhlífaflokkur

Hvert á land sem er á mjög stuttum tíma!

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík er eina björgunarsveit landsins sem hefur á að skipa sérþjálfuðum björgunarstökkvurum.

fallhlifasvid (2)

Til þess að öðlast réttindi sem björgunarstökkvari þarf að ljúka ströngu námskeiði auk þess að hafa lokið öllum helstu almennum námskeiðum í björgunarfræðunum. Björgunarstökk er frábrugðið venjulegu fallhlífarstökki á þann hátt að stokkið er í kringlóttri fallhlíf sem bundin er með taug í flugvélina og opnast því strax eftir útstökk. Fallhlífarnar eru nákvæmlega sömu og notaðar eru í hernaðarskyni og því getur stökkvarinn stokkið með bakpoka og skíði. Nýlega hefur sveitin einnig hafið stökk á ferköntuðum fallhlífum.

Fallhlífasvið starfar mikið með Landhelgisgæslu Íslands.

Hvers vegna fallhlífasvið?

Í björgunaraðgerðum er alltaf reynt að nota þær bjargir sem menn telja að geti komið að gagni. Oft er nauðsynlegt að sækja að slysstaðnum úr mörgum áttum því margt getur farið öðruvísi en menn ætla þegar veður og aðrar aðstæður eru rysjóttar.

fallhlifasvid

Fallhlífabjörgunarhópur getur komist að slysstað á örskömmum tíma hvar á landinu sem er. Séu aðstæður fyrir hendi þá getur hann lent þar sem slæmt skyggni eða myrkur. Hver og einn stökkvari getur lent með talsvert magn af búnaði.

Fallhlífaflokkur hefur aðeins einu sinni stokkið björgunarstökk í aðgerð, en það var þegar fimm göngumenn lentu í snjóflóði undir hlíðum Hvannadalshnjúks 30. maí 2006. Þá voru aðstæður á slysstað þannig að þyrlur gátu ekki athafnað sig fyrir þoku. Þá má segja að fallhlífasvið hafi loksins sannað gildi sitt.