Drónahópur

Drónahópur æfir að jafnaði í það minnsta einu sinni í viku utan þess tíma sem fjáraflanir standa yfir. Drónahópur FBSR hefur tekið þátt í flestum þeim útköllum sem óskað er eftir dróna. VIð höfum leitað strandir höfuðborgarsvæðisins og víðar. Eins höfum við leitað í Heiðmörk og nágrenni bæði í dagsbirtu og myrkri.

Eins hefur drónahópur verið við eftirlit og beina útsendingu til vettvangsstjórnar í Grindavík þegar eldgos hafa staðið yfir.

Aðaldróni drónahóps er DJI Matrice 350 með H30T myndavél sem er sambyggð, víð- zoom- og hitamyndavél. Auk þess á sveitin P1 full frame myndavél með 35 mm fastri linsu og GL 60 plus ljóskastara sem nýtist meðal annars til að lýsa upp vettvang.

Einnig á FBSR tvo eldri dróna DJI M210 og DJI Phantom.