Nýliðaþjálfun 2024-2026 – Kynningarkvöld

Kynning á nýliðaþjálfun Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík verður haldin kl. 20:00 þann 26. ágúst og endurtekin kl. 20:00 þann 27. ágúst.
Kynningin verður í húsnæði FBSR að Flugvallarvegi 7.

Þjálfunin tekur tvo vetur, september-maí 2024-2026. Nýliðar læra á þeim tíma að bjarga sjálfum sér og öðrum við ýmsar aðstæður. Meðal námsgreina eru ferðamennska, rötun, GPS, fyrsta hjálp, fjarskipti, fjallamennska, fjallabjörgun, snjóflóð, straumvatnsbjörgun, leitartækni og fleira. Að auki taka nýliðar virkan þátt í ýmsu öðru starfi sveitarinnar, svo sem fjáröflunum.

Kíkið í heimsókn ef þið hafið áhuga á fjölbreyttu og gefandi starfi með björgunarsveit!

Aldurstakmark er 18 ár.

Skildu eftir svar