Nýliðaferð, Þingvellir – Botnsdalur 19. og 20. mars 2005

Matti Zig fór með nýliðana sína í B1 í stutta ferð þar sem tilgangurinn var að tjalda í vetraraðstæðum.

"Að þessu sinni var lagt af stað á laugardegi og ekið að Svartagili við Ármannsfell og fylgdum við Gagnheiðarvegi að Hvalvatni þar sem tjöldum var slegið upp. Eins og venjulega var veðrið gott (of gott) og fóru ferðalangar rólega yfir. Þó nokkuð var af snjó á svæðinu en greinileg merki um að vetur konungur er að slaka á klónni. Það sást greinilega á Glym. Þegar tjöldin voru komin upp var gengið á Skinnhúfuhöfða og þar sem nægur tími var til stefnu var reynt að fjölga í hópnum, með því að skapa þennan myndarlega snjókall sem hafði þó runnið sitt skeið á enda strax um morguninn. Á leiðinni niður í Botnsdal var komið við hjá Glymsgili og efsti hluti fossins barinn augum. Komum að bílastæðinu rúmlega 13:00, þar sem Jón beið eftir okku og keyrði okkur í bæinn".

Matti

 

Skildu eftir svar