Neyðarkallinn 2013

Sala á Neyðarkallinum 2013 hefst á fimmtudaginn og nú er búið að skýrast hvernig kallinn lítur út. Í ár er Neyðarkallinn kvennkyns og af sjúkrasviði. Við hvetjum alla til að sýna stuðning í verki og kaupa kallinn af einhverjum af því fjölmarga björgunarsveitafólki sem verður að selja kallinn næstu daga. Eins og fyrr kostar stykkið 1500 krónur og fer í uppbyggingu og þjálfun björgunarsveitafólks.
neydarkall