Þá er komið að því. Neyðarkallasalan 2015 er hafin. Björgunarsveitarfólk verður næstu daga á öllum fjölförnustu stöðum höfuðborgarsvæðisins og um allt land og óskar eftir stuðningi frá almenningi til að geta haldið áfram að halda úti öflugu leitar- og björgunarstarfi.
Neyðarkallinn í ár er björgunarsveitamaður í bílaflokki.
Björgunarsveitarmenn í bílaflokki sjá til þess að ökutæki sveitanna séu alltaf í fullkomnu lagi og tilbúin til notkunar þegar útkall berst. Auk þess sjá meðlimir bílaflokks gjarnan um akstur þeirra til og frá vettvangi og á æfingum. Salan stendur fram á laugardag. Takk fyrir að standa við bakið á okkur!
Fyrir félagsmenn: Það verður mönnun í húsi alla daga sölunnar. Ef ykkur vantar kalla eða aðrar upplýsingar er alltaf hægt að koma við eða hringja niðrí hús og athuga stöðuna 551-2300.