Dagana 30. október til 3. nóvember fer fram sala á Neyðarkallinum og líkt og síðustu ár verðum við í Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík á hinum ýmsu sölustöðum.
Sala á Neyðarkallinum er ein stærsta fjáröflun sveitarinnar og gríðarlega mikilvægur hlekkur í því að halda úti björgunarsveit og gera okkur kleift að þjálfa nýja og eldri félaga, viðhalda tækjum og margt fleira.
Við vonum innilega að þið takið vel á móti félögum okkar sem verða m.a. hér og þar í Kringlunni, Mjóddinni, í Garðheimum, Austurveri og Bónus í Norðlingaholti.
Eins bendum við fyrirtækjum og öðrum áhugasömum á að hægt er að kaupa stóran Neyðarkall af sveitinni. Hafið samband á [email protected] fyrir frekari upplýsingar.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur með bros á vör næstu daga!