Fullt nafn: Marteinn Sigurðsson
Gælunafn: Matti, Matti Zig, Diablo, Lúsifer og það nýjasta Matti Skratti.
Aldur: 41 vetra
Gekk inn í sveitina árið: 1997 eða 1998 er hreinlega ekki viss(þetta er starf fyrir spjaldskrárritarann)
Atvinna/nám: Síðastliðin 20 líkskurðartæknir en undanfarna mánuði friðagæsluliði í sólskins landinu Afghanistan
Fjölskylduhagir: Giftur henni Þórunni og á með henni 2 grislinga, Skottu og Óla sundnörd.
Gæludýr: Þau eru nú nokkur í gegnum tíðina: froskar, skjaldbökur, fiskar, kettir, páfagaukar og svo átti ég einu sinni rollu.
Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Er í fallhlífahóp og svo hefur maður sópað gólfið í bílageymslunni ásamt því að vera með nokkra hópa af nýliðum.
Áhugamál: Síðustu 9 eða 10 ár hefur það verð sveitin og inn á milli fjölskyldan. Svo er ég forfallinn fótboltafíkill ásamt því að elska að keyra snjósleða og gera við bíla, eða þannig sko. Nei í alvöru þetta kemur í bylgjum og eins og er þá er það bara að reyna á sig og finna mörkin sama í hverju það er.
Uppáhalds staður á landinu: Einu sinni var það sófinn minn góði en mér hefur verið legið það á hálsi að vilja fara oft í Skaftafell (Andrea) og eigum við ekki að láta það duga.
Uppáhalds matur: Soðin ýsa stendur alltaf fyrir sínu ásamt þrumara með vænni smérklípu, ójá. Svo má ekki gleyma MRE.
Mesti viðbjóður sem þú hefur smakkað: Norskur fiskur í hermanna útgáfunni, það er viðbjóður númer eitt að ég held, svo mann ég eftir sjávarrétta pizzu sem ég henti, óétinni.
Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri óska)? Að eiga anda í flösku.
Æðsta markmið: Að gera mér til hæfis, hahahahahaha og að sjálfsögðu öllum öðrum líka.
Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu:
Þegar hann Doddi tví borðaði kvöldmatinn sínn í Landmannalaugum hérna um árið. Við komum seint í Laugarnar og mannskapurinn frekar lúinn. Doddi hitaði kvöldmatinn sinn en átti í erfiðleikum með að halda honum niðri vegna þreytu og kúgaðist og ældi síðan. En þar sem hann var ekki með neinn annan mat til að hita þá sópaði hann ælunni saman og át hana. Jebb það var sko eftirminnilegt.
Á Grænlandi, Thule
Kvendin í síðasta nilla flokk sem ég var með, vantar Ólöfu. Jú og svo eru líka Vidddi og Evvi
Óli sundnörd og ég að keppa í þríþraut
Doddi er ógleymanlegur og alltaf hress
Píla og ég. Hún er sko killer hundur (tík) dauðans
Dóttir mín hún Skotta að baka fyrir mig köku
Síðasti dagurinn minn sem líkskurðartæknir í Kjötsmiðjunni
Garún litla frænka mín og ég á dönskum dögum í Stykkishólmi
Geirharður er alltaf til í að píska nokkra nilla á Hellweekend
Einhver loðinn gaur
Þetta er einhver árátta í mér að fara úr þegar á toppinn er komið
Hahahaha varð á láta þessa fljóta með. Hér er verið að gera að nautgrip í sláturhúsi
Þórunn og ég í einu bakpokaferðinni sem mér hefur tekist að draga hana í hingað til
Klakinn, Lúsifer og Major Bulh í Californíu
Þröng á þingi í Djúphelli, sprækir nillar og einn flubbi, hún Heiða hressa