Leitner snjóbíll sóttur á Mýrdalsjökul

Föstudagskvöldið 15. apríl 2005 fór snjóbílaflokkur á Hägglunds snjóbíl og FBSR 2 (Toyota Land Cruiser) til að sækja Leitner snjóbílinn sem hafði verið skilinn þar eftir vegna olíustíflu og með tóma rafgeyma. Leiðangurinn skyldi fara með nýja geyma upp á jökul, koma snjóbílnum í gang og keyra hann til baka.

Farið var af stað frá félagsheimili FBSR um kl. 19 á föstudagskvöldinu og komið að jöklinum við Sólheimaskála um miðnætti. Ákveðið var að halda ferðinni áfram þar sem veðurspá var ótrygg.

Vel gekk að koma snjóbílnum aftur í gang, eftir að hann hafði fengið hreina olíu, sem eru festir framan á tönn snjóbílsins. Ferðin til baka gekk líka vel, þrátt fyrir að færið hafi verið mjög þungt fyrir Toyotuna og hún því dregin nær alla leiðina. Höfðu snjóbílamenn á orði að þeir hafi dregið 12 volta hleðslutæki á eftir sér, svona til öryggis ef þeir myndu tæma geymana á Leitner. Komið var aftur að jökulrönd um tíuleytið um morguninn. Ferðin gekk aö öllu leiti snurðulaust og tóku allir ferðalangar þátt í akstrinum.

 

Skildu eftir svar