Undanfarna daga hefur fjöldi félaga í Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu leitað Harðar Björnssonar sem hefur verið saknað síðan aðfararnætur 14. októbers. Því miður hefur sú leit ekki enn skilað árangri.
Á vegum FBSR hefur fjöldi manns leitað, en á laugardag voru vel á fjórða tug félaga FBSR að störfum og í dag voru þeir um 20. Auk leitarhópa á landi undanfarna daga hefur FBSR notið aðstoðar félaga í Fisfélagi Reykjavíkur við leit úr lofti.
Verði fólk vart við Hörð eða telji sig hafa einhverjar upplýsingar sem kunna að leiða til þess að hann finnist er það beðið um að tilkynna það strax til 112.