Landsæfingu SL verður að þessu sinni skipt í tvo hluta annars vegar á landi og hins vegar á sjó. Landæfingin verður laugardaginn 24.mars á Skógum undir Eyjafjöllum. Á landæfingunni verður boðið upp á verkefni m.a. fyrir; sjúkrahópa,
leitarhópa, undanfara, rústahópa, bílahópa, sleðahópa, snjóbíla.
Landslagið hefur upp á mikið að bjóða og verður það nýtt til hins
ýtrasta.
Á báðum æfingunum verður boðið upp á gistingu aðfaranótt laugardags og sunnudags. Einnig verður boðið í sund að æfingum loknum og sameiginlegrar matarveislu.
Búið er að opna fyrir skráningu og mikilvægt að skráning hópa sé rétt og tímalega þannig að hægt verði að útbúa verkefnin í takt við þátttöku. Það sem þarf að koma fram í skráningu er; frá hvaða sveit, hvað margir ætla að taka þátt, hvað mörg tæki og hvernig tæki. Einnig þarf að koma fram hvernig verkefni hóparnir vlija takast á við en ef hópar eru ekki með sérhæfingu verður þeim úthlutað verkefnum sem allt björgunarsveitarfólk getur leyst.
Skráning er á [email protected] eða í síma 570 5900. Minnum alla sem ætla að mæta á þessa viðburði að skrá sig á heimasíðunni undir" Á döfinni", á netfangið [email protected] eða í síma 570-5900. Ef einstaklinga vantar gistingu þá hefur félagið tekið frá herbergi á Grand hóteli. Þeir sem vilja nýta sér hana eru beðnir um að láta Sigrúnu vita í síma 570-5908 eða á netfangið [email protected]. Ef þig vantar frekari upplýsingar um æfinguna, aðstöðu eða þ.h. getur þú haft samband í [email protected]