Kapphlaup í Kabúl


Marteinn Sigurðsson er einn þeirra fjölmörgu félaga FBSR sem hefur starfað á vegum NATO á Alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afghanistan. Hann sendi okkur frásögn og myndir úr DANCON March keppninni sem hann og fleiri fræknir flubbar tóku þátt í á dögunum. 

Föstudaginn 5. október var haldin hérna á KAIA (Kabul International
Airport) hin goðsagnakennda DANCON March kepnni. Ganga þessi á rætur sínar að
rekja til Kýpur, nánar tiltekið í Throdos fjöllum, þar sem danskir byrjuðu á þessu
brölti. Síðan þá hefur það verið hefð að þjóðir sem eru úr NATO eða UN
sendisveitunum taka þátt með Dönunum til að styrkja
tengslin og hafa gaman.

Auðvitað sendu Íslendingar lið í keppnina, sex
manns og þar af voru þrír flubbar, ég, Snorri Hrafnkels og Óli Haukur.
Menn æfðu nú mismikið fyrir þetta og allavega einn ekkert neitt, en það var hann Gvendur. Höfum ekki fleiri orð um það.

Reglurnar
eru einfaldar. Menn skyldu vera í einkennisbúningi og þar af leiðandi viðeigandi klossum. Menn fengu svo að velja á milli þess að vera
með bakpoka og innihald samtals 10 kíló eða eða búnir skotheldu vesti, hjálmi og
riffli. Vegalengdin er 23 kílómetrar og fólk hefur 6 klukkutíma til að
klára en skipt er í þrjá flokka eftir því hversu lengi langan tíma menn ætla sér. "Elite" flokkurinn er þeir sem stefna á að ljúka hlaupinu undir 3
klst. og svo eru tveir aðrir flokkar.

Jæja það er ræst af stað klukkan 04:40 og það
er algjört myrkur þannig að maður skokkar þetta varlega. "Hringurinn"
sem er farinn er 11,5 kílómetrar og þegar maður var búinn með einn þá
var farið að birta.
Maður vissi í rauninni ekki hvað maður var að
fara út í en ég setti markið á að vera meðal 20 efstu. Það voru 217
keppendur og til að ná því markmiði taldi ég mig þurfa að skokka
alla leiðina.
Það tókst og ég endaði í fimmta sæti á tímanum
2 klst. 14,49 sek. Óli Haukur varð í áttunda sæti á innan við þremur klst. Eins og sjá
má á þessu þá eru flubbar engir eftirbátar þrautþjálfaðara sérsveitamanna en þeir voru nokkrir þarna inni á milli.
 

Kveðja frá Aghanistan,
Matti Skratti


Brífing áður en lagt er af stað

 

 

 

 


Majorinn Snorri grimmur á svip

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skildu eftir svar