Hungurleikarnir 2015

Í tilefni af afmælishátíð FBSR um helgina var haldin þrautakeppni fyrir félagsmenn á laugardaginn. Meðal annars þurfi að síga í gryfjunum í Öskjuhlíð, hita vatn á sem skemmstum tíma, sýna fram á góða rötunar- og korta þekkingu og gera allskonar þrekæfingar.

Keppnin, sem nefndist Hungurleikarnir, heppnaðist mjög vel og var skipulag þeirra Óla Magg, Billa, Bjössa, Steinars og Viktors til fyrirmyndar. Keppendur voru 21, en þar sem veitt eru aukaverðlaun fyrir stíl í keppninni voru búningar í skrautlegra lagi. Er það von FBSR að engum vegfaranda hafi verið bylt við í morgunsárið á laugardaginn þegar hann mætti síðhærðum víkingum, sjóræningjum, skátum eða öðrum uppáklæddum einstaklingum.

Gullskóinn, verðlaun fyrir besta árangurinn fékk liðið Víkingarnir

 

Sigurlið Víkinganna.

Sigurlið Víkinganna.

 

Fagurkerann, verðlaun fyrir besta stílinn fékk liðið The gang

The gang

The gang

 

Önnur lið í keppninni má sjá hér:

FBSR Lord

FBSR Lord

Woopee's

Woopee’s

Head hunters

Head hunters