Heimsókn frá Ísaksskóla

Á miðvikudaginn fengum við í FBSR skemmtilega heimsókn þegar stór hópur frá Ísaksskóla kíkti við. Heimsóknin var hluti af þemadögum hjá krökkum í 3. og 4. bekk og fengu þau stutta fræðslu um FBSR og björgunarsveitir almennt. Þá fengu þau að skoða tæki og búnað sveitarinnar, fræðast um fallhlífahópinn og hitta hundinn Rökkva.

Í það heila komu um 100 í heimsókn og var einstaklega gaman að sjá svona marga fróðleiksfúsa og áhugasama um starfið og hvað það er sem björgunarsveitarfólk gerir.

Við þökkum kærlega fyrir innlitið og vonumst til að sjá sem flesta eftir tæplega áratug eða svo í nýliðastarfinu.

 

Skildu eftir svar