Langavatn-Hítarvatn-Hlíðarvatn
Að þessu sinni eins og svo oft áður var það Jón Þorgríms sem skipulagði haustferðina. Hann er þekktur fyrir að skipuleggja snilldar ferðir og það var því spenntur hópur sem mætti niður í hús laugardagsmorguninn 30. September.
Lagt var að stað stundvíslega kl. 7 og var stefnan tekin að Langavatni þar sem gangan átti að hefjast. Með í för var að sjálfsögðu fararstjórinn sjálfur, Jón Þorgríms, Stefán nýliðaþjálfari B2 og Steinar, nýinngengnu félagarnir Viddi, Sóley, Ragna og Ólöf og svo nokkrir sprækir nýliðar úr B2 þau Linda, Veiga, Elsa og Emil.
Brunað var á 2 sveitarbílum, Patrolnum sem Jón bílstjóri keyrði og Hyundaiinum sem var svo skilinn eftir. Eftir smá road trip var svo lagt af stað og rölt inn Kvígindisdal í hæglætisveðri. Haustlitirnir í dalnum voru áberandi og gæddu ferðalangar sér á berjum á leiðinni. Í botni dalsins hækkuðum við okkur upp sandhól og niður aftur í Þórarinsdal. Brugðið var á leik með myndavélarnar á leiðinni og margar sérkennilegar myndir teknar; í ballettstellingum, í kremju í helli og hoppumyndir í loftinu. Stoppað var í kaffipásu í námunda við Gvendarskarð og síðan tók við hækkun langleiðina upp á ,,821. Stefnan var tekin á Smjörhnúk og sökum þoku sáu ferðalangar ekki almennilega fjallið nema í nokkurra metra færi. Hnúkurinn kenndur við smjör reyndist vera ein laus risa skriða. Ferðalangar voru um eitt sammála að Tómas Guðmundsson hefði líklega samið Fjallgöngu sína með fjallið í huga: Urð og grjót. Upp í mót. Ekkert nema urð og grjót. Klífa skriður. Skríða kletta. Velta niður. Vera að detta
. Leiðina niður hinum megin eftir bröltið (klámið!) slæduðum við bókstaflega niður í drullu! Án efa uppáhaldsfjall allra haustferðalanga! Þegar við lækkuðum okkur niður úr skýinu/þokunni sáum við glitta í Hítarvatn og hélt hópurinn beinustu leið þangað þar sem partýtjöldin voru slegin upp í námunda við Tjaldbrekku rétt rúmlega 18:00. Úr tjaldinu sínu dró Steinar svo fram
Ræst var stundvíslega kl. 7 morguninn eftir og voru allir galvaskir eftir 10 klst svefn! Eftir morgunverð og pökkun lagði svo hópurinn af stað, hress sem aldrei fyrr. Farið var upp Réttargil og tók svo við allmikil lækkun niður Snjóadal og Djúpadal með smá kaffipásu í námunda við
Viljum við þakka Jóni Þorgríms kærlega fyrir frábæra og vel skipulagða ferð. Svo er
nski við hæfi að enda þetta á þeim fleygu orðum Tómasar sem við komumst að raun um um helgina ,,að eiginlega er ekkert bratt, aðeins mismunandi flatt!!
Ferðasaga: Sóley Myndir: Ragna, Stefán og Steinar
Jón Þorgríms fararstjóri
Nýinngengnu félagarnir Sóley, Ólöf og Viðar
Wtf??
No really, wtf??
Spáð í kortin
Linda ýkt hress!!
Smjörhnúkur. Urð og grjót. Upp í mót!
Ólöf nánast komin upp
Jón Þorgríms
Ragna í góðri pósu. Veiga fékk áskorun upp á 1000 kall að klifra upp á hraundrangann í baksýn. Hún afþakkaði pent.
Uppi á Smjörhnúki
Búin að slæda niður mestu drulluna!
Steinar kátur!
Hér sést glitta í Hítarvatn-áfangastaðinn
Stefán nýliðaþjálfari B2 og Jón fararstjóri
Ahhhh!
Viðar voða rómó
Emil liggur á spenanum-bókstaflega!
Partýtjöldin reist!
Viddi slær margar flugur í einu höggi!
Steinar og Stefán með Hawaiiblómakransana sem vöktu mikla lukku!
Morguninn eftir-Hítarvatn í baksýn
Upp, upp, upp á fjall…
Ólöf
Þvílík stemmning!
Stoppað í kaffi í Paradís!
Elsa og Veiga sposkar á svip
Hópurinn saman kominn. Frá vinstri: Ragna, Ólöf, Veiga, Elsa, Stefán, Jón Þorgríms, Emil, Viðar, Sóley og Steinar.
Einn, tveir og….