Halli og Adela á Wildspetze

b1

Við höldum áfram að segja frá félögum okkar á ferðum erlendis. Hallgrímur Kristinsson, fjallageit og eitt sinn varaformaður FBSR, fór ásamt eiginkonu sinni Adelu Halldórsdóttur og tveimur austurrískum ferðafélögum á Wildspetze, sem er næst hæsti tindur Austurríkis.  Í leiðinni gengu þau á Wildes Mannle. Halli sendi okkur myndirnar sem hér fylgja.

Í lok september fór ég ásamt eiginkonunni og tveimur austurrískum ferðafélögum á næst hæsta tind Austurríkis, Wildspetze. Hann er 3770 metra hár, einungis 20 metrum lægri en hæsta fjall Austurríkis. Í leiðinni tókum við Wildes Mannle, 3000 metra tind í nágrenninu.

b2

Í upphafi ferðar. Adela ásamt Austurrísku ferðafélögunum Andreas og Peter. Þessi skíðalyfta var tekin í 2000 metra hæð. Enginn var þó snjórinn.

b3

Að njóta útsýnisins.

b4

Veðrið lék við okkur og fjalladrottningin naut þess.

b5

Hópurinn fikrar sig upp á Wildes Mannle (3020 metrar)

b6

Síðustu metrarnir að toppi Wildes Mannle.

b7

Toppnum náð. Útsýnið er fagurt.

b8

Hjónakornin á toppi Wildes Mannle. Wildspitze (3770 m.), takmark morgundagsins og næst hæsta fjall Austurríkis í bakgrunni.

b9

Eitt sinn var jökull þar sem þau standa. En svo kom „global warming“.

b10

Komið að skálanum (2480 m.) þar sem gist var um nóttina..

b11

Kvöldsólin er falleg í Austurrísku Ölpunum.

b12

„Alpa start“. Klukkan er 6:30 og tími til að leggja af stað.

b13

Komið í snjólínu

b14

Eiginkonan fylgir með… og fögur er hlíðin.

b15

Komin í 3500 metra og tími fyrir brodda, exi og línu. Hér ákvað eiginkonan að snúa við.

b16

og þá byrjar bröltið.

b17

Fyrsta spönnin að baki og við blasir fallegur jökullinn.

b18

3650 metrar og stutt í toppinn.

b19

Síðustu metrarnir á toppinn

b20

Vestur hryggurinn, séður frá toppnum.

b21

Á toppi Wildspetze, næst hæsta fjalls Austurríkis!

b22

Á niðurleið…

b23

… og á niðurleið

b24

… og á niðurleið

b25

Komið niður í skála og verðlaunin drukkin.

Myndir og texti Hallgrímur Kristinsson.