Gleðilegt ár!

Flugbjörgunarsveitin Reykjavík óskar ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þökkum við innilega fyrir stuðninginn á fyrri árum!

Nýliðastarfið fór af stað á ný eftir mikla fjáraflanavertíð í desember en FBSR heldur úti jólatrjáasölu og flugeldasölu yfir desember mánuð. Það er með ólíkindum að sjá tvö slík stór verkefni verða að veruleika ár eftir ár við uppsetningu sölustaða flugelda strax eftir tiltekt á jólatrjáasölunni.

Fyrsta mál á dagskrá um nýliðna helgi var Snjóflóð 1 og 2 þar sem báðir nýliðahóparnir okkar æfðu réttu handtökin í leit í snjóflóði og eins að kunna að lesa vel í aðstæður, en öryggi björgunarmanns er alltaf númer 1, 2 og 3.

Meðfylgjandi mynd er af hópnum ásamt frábærum leiðbeinendum.

Skildu eftir svar