Í dag fagnar Flugbjörgunarsveitin Reykjavík 70 ára afmæli sínu, en á þessum degi árið 1950 kom hópur manna saman í kjölfar Geysis slyssins og ákvað að stofna félag sem hefði það að markmið „fyrst og fremst að aðstoða við björgun manna úr flugslysum og leita að flugvélum sem týnst hafa. Í öðru lagi að hjálpa þegar aðstoðar er beðið og talið er að sérþekking og tæki félagsins geti komið að gagni.“
Í dag koma á bilinu 200-300 manns að starfi sveitarinnar á ári hverju, bæði við æfingar, útköll og fjáraflanir. Í tilefni þess verðum við með afmælisstreymi á Facebook síðu sveitarinnar þar sem við lítum aðeins um öxl og förum yfir söguna og heyrum í félögum.