Í dag héldu fimm fræknir Flubbar út til Annecy í Frakklandi þar sem ætlunin er að kynna sér starfsemi fjallabjörgunarsveitarinnar og slökkviliðsins á svæðinu. Heimsóknin mun vara í eina viku, en hún er hluti af samstarfssamningi sveitanna tveggja um gagnkvæmar heimsóknir annað hvert ár. Meðlimir frönsku sveitarinnar munu svo í vor koma í heimsókn til Íslands þar sem meðlimir FBSR kynna þeim fyrir íslenskum aðstæðum.
Það eru þau Sigríður Sif, Siggi Anton, Jón Smári, Kári og Hlynur sem fara í heimsóknina þetta árið fyrir okkar hönd, en líklega fá þau að kynnast klifri í frönsku Ölpunum og gestrisni sveitarinnar GMSP 74 (Le Groupe Montagne de Sapeurs-Pompiers de la Haute-Savoie) á næstu viku.