Greinasafn fyrir flokkinn: Útköll

Útkall í Esjuna

Skömmu fyrir klukkan 14 var fjallahópur sveitiarinnar kallaður út vegna erlendra ferðamanna sem voru í sjálfheldu í Esjunni.  Björgunarsveitum gekk greiðlega að nálgast fólkið og koma þeim niður en kalt var í fjallinu og dágóður vindur.

Útkikk vegna Cessnu

Sveitin var kölluð út í morgun til að manna varðbergsvakt á TF-SYN.  Leit stendur yfir að Cessnu-310 vél sem fór í hafið um 50 sjómílur vestur af Reykjanesi. Fjórir félagar FBSR sátu vaktina.

Verið var að ferja flugvélina frá Bandaríkjunum til Bretlands en flugmaðurinn hafði gist á Grænlandi og ætlaði að stoppa í Reykjavík á leið sinni til Bretlands.

Ófærð í Reykjavík

Að morgni 25. janúar var sveitin kölluð út vegna ófærðar í Reykjavík.  Snjóað hefur talsvert í borginni og hefur Framkvæmdasvið Reyjkavíkurborgar ekki undan við að halda götum opnum.
Þrír bílar á vegum sveitarinnar eru í verkefnum.

Aðstoð á Arnarvatnsheiði

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík var kölluð út 28. desember til aðstoðar Rannsóknarnefnd Flugslysa en lítilli flugvél hafði hlekkst á á Arnarvatnsheiði fyrr um daginn.  Fór sveitin með rannsóknarmann frá RNF upp að vélinni og heppnaðist ferðin vel þrátt fyrir slæmt færi.