Skömmu fyrir klukkan 14 var fjallahópur sveitiarinnar kallaður út vegna erlendra ferðamanna sem voru í sjálfheldu í Esjunni. Björgunarsveitum gekk greiðlega að nálgast fólkið og koma þeim niður en kalt var í fjallinu og dágóður vindur.
Greinasafn fyrir flokkinn: Útköll
Leit haldið áfram
Leit að Piper Cherokee flugvélinni sem saknað hefur verið síðan í gær var haldið áfram í morgun. Félagar sveitarinnar manna varðberg um borð í TF-SYN, Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar.
Varðbergsflug vegna Piper PA28
Skömmu fyrir hádegi fimmtudaginn 21.febrúar var sveitin kölluð út vegna leitar að Piper PA28 eins hreyfils flugvél sem horfið hafði af radar skömmu áður. Fjórir félagar úr sveitinni fóru í loftið með Fokkervél LHG um klukkan 12:30.
Útkikk vegna Cessnu
Sveitin var kölluð út í morgun til að manna varðbergsvakt á TF-SYN. Leit stendur yfir að Cessnu-310 vél sem fór í hafið um 50 sjómílur vestur af Reykjanesi. Fjórir félagar FBSR sátu vaktina.
Verið var að ferja flugvélina frá Bandaríkjunum til Bretlands en flugmaðurinn hafði gist á Grænlandi og ætlaði að stoppa í Reykjavík á leið sinni til Bretlands.
Óveðursaðstoð 8. febrúar
8. febrúar var sveitin kölluð út vegna óveðurs á höfuðborgarsvæðinu. Þrír af bílum FBSR fóru úr húsi snemma kvölds en aðgerðum var lokið uppúr klukkan 03.
Leit í Esju
9. febrúar var sveitin kölluð út til leitar að fjórum piltum sem villst höfðu í blindbil á Esju. Fundust piltarnir fljótlega og var komið niður í giftursamlega.
Ófærð í Þrengslunum og Hellisheiði
Nú í morgun voru sveitir af höfuðborgarsvæðinu kallaðar út til stuðnings við svæði 3 vegna ófærðar í Þrengslunum og á Hellisheiði. Tveir bílar frá FBSR fóru úr húsi á tíunda tímanum en einnig eru HSSR og HSG með bíla á svæðinu.
Ófærð í Reykjavík
Að morgni 25. janúar var sveitin kölluð út vegna ófærðar í Reykjavík. Snjóað hefur talsvert í borginni og hefur Framkvæmdasvið Reyjkavíkurborgar ekki undan við að halda götum opnum.
Þrír bílar á vegum sveitarinnar eru í verkefnum.
Aðstoð á Arnarvatnsheiði
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík var kölluð út 28. desember til aðstoðar Rannsóknarnefnd Flugslysa en lítilli flugvél hafði hlekkst á á Arnarvatnsheiði fyrr um daginn. Fór sveitin með rannsóknarmann frá RNF upp að vélinni og heppnaðist ferðin vel þrátt fyrir slæmt færi.
Óveðursaðstoð 30.des
Sveitin var kölluð út í dag vegna óveðurs í borginni. Einn bíll var sendur af stað en þetta er fjórða útkallið vegna óveðurs í desember.