Greinasafn fyrir flokkinn: Útköll

Útkall í Keflavík

Fimmtudaginn 10. júlí var Flugbjörgunarsveitin kölluð út vegna hættuástands á Keflavíkurvelli en þar var farþegaþota að koma inn til lendingar með dautt á einum af tveimur hreyflum.

Þrettán mínutur liðu frá útkalli að afturköllun en voru þá þrír bílar sveitarinnar að leggja af stað að söfnunarsvæðinu við Straumsvík.

Varðbergsflug vegna kanadísks báts

Miðvikudaginn 2. júlí var sveitin kölluð út vegna neyðarskeytis frá frífljótandi neyðarbauju u.þ.b. 330 sjómílur suðsuðvestan frá Reykjanesi.  Baujan er skráð á fiskibát sem er skráður í Kanada.

4 félagar Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík tóku þátt í leitinni en hér að neðan eru myndir frá fluginu.

Guðgeir og Ottó á leiðinni á leitarsvæðið.

SL FBSR

Guðgeir, Pétur og starfsmaður LHG.

i3

Pétur að störfum.

Jarðskjálfti í Árnessýslu

Yfir 300 björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru að störfum á jarðskjálftasvæðinu í Árnessýslu. Flutt voru tjöld og greiningastöðvar á svæðið. Björgunarsveitir, ásamt öðrum viðbragðsaðilum, fóru í öll hús á svæðinu, þ.m.t. alla sveitabæi og sumarbústaði.
Frá FBSR fóru þrír fullmannaðir bílar og sinntu þeir ýmsum verkefnum á svæðinu.

 

Útkall í Esjunni 3.maí

Kona með tvö börn lenti í sjálfheldu í hlíðum Esju um helgina og voru björgunarsveitirnar Kjölur og Kyndill kallaðar út þeim til aðstoðar auk fjallahóps FBSR.  Greiðlega gekk að komast að fólkinu og voru þau aðstoðuð niður.

Leit að 6 ára stúlku

5. maí var sveitin kölluð út til leitar að 6 ára stúlku sem týnst hafði við Vífilstaðavatn.  Skömmu eftir að hringt var út fannst stúlkan en leið heim til sín.  Skjótt gekk að manna bílana en fyrsti bíll var lagður af stað tuttugu mínutum eftir útkall. 

Útkall í Múlafjall.

Laugardaginn 29. maí var fjallhópur FBSR kallaður út vegna ísklifrara sem dottið hafði í Múlafjalli.  Félagi mannsins kom honum niður úr klifurleiðinni en á svipuðum tíma voru björgunarmenn komnir að og komu þeir sjúklingnum niður hlíðina og á sjúkrahús.