Greinasafn fyrir flokkinn: Útköll

Leit að manni 22.mars

Um klukkan 4 aðfaranótt sunnudags var hafin leit að sykursjúkum manni í Grafarholti.  Hafði hann tilkynnt til 112 að hann væri villtur og á leið í sykurfall,  var því brugðist skjótt við og sendir leitarflokkar á svæðið.  Ekki leið á löngu þar til búið var að finna manninn en aðgerð var lokað um klukkustund eftir útkall.

Útkall í Skarðsheiði 28.mars

28.mars var sveitin kölluð út til bjargar konu sem féll í Skarðsheiði.  Tveir bílar frá sveitinni fóru en auk þeirra voru félagar sveitarinnar að störfum fyrir Íslenska Fjallaleiðsögumenn á svæðinu og tóku þeir einnig þátt í verkefninu.

Í það heila komu um 120 björgunarmenn að aðgerðinni sem stóð frá því um 14 fram undir kvöld.