Sunnudaginn 19.júlí var kallað eftir sveitinni í Básum, Goðalandi, þar sem barn hafði brennst illa á hendi. Hlúð var að brunanum og barninu komið undir læknishendur.
Greinasafn fyrir flokkinn: Útköll
Viðbeinsbrot í Básum
Föstudaginn 17.júlí var sveitin kölluð út vegna viðbeinsbrotins manns í Básum, Goðalandi. Var hlúð að manninum og honum ekið til móts við sjúkrabíl við Illagil.
Fótbrotinn í Esjunni
Föstudaginn 17. júlí var sveitin kölluð út vegna fótbrotins manns í Esjunni.
Aðstoð við göngufólk í Básum
Laugardaginn 11. júlí var sveitin fengin til að aðstoða göngufólk sem orðið hafði innlyksa sökum vatnavaxta við Hruna í Goðalandi. Vel tókst til við björgunina.
Aðstoða mann í Esju
17. apríl var sveitin kölluð út vegna slasaðs manns í Esjunni. Skömmu áður en lagt var af stað úr húsi var útkallið afturkallað en þá höfðu samferðamenn mannsins komið honum niður.
Leit að konu í Grafarvogi
Þann 25. mars var leitað að eldri konu í Grafarvogi. Tæpri klukkustund eftir útkall var konan fundin heil á húfi.
Leit að manni 22.mars
Um klukkan 4 aðfaranótt sunnudags var hafin leit að sykursjúkum manni í Grafarholti. Hafði hann tilkynnt til 112 að hann væri villtur og á leið í sykurfall, var því brugðist skjótt við og sendir leitarflokkar á svæðið. Ekki leið á löngu þar til búið var að finna manninn en aðgerð var lokað um klukkustund eftir útkall.
Leit að Aldísi 21.mars
Laugardaginn 21.mars var haldið til leitar að Aldísi Westergren sem saknað hafði verið í síðan um miðjan febrúar. Þyrla LHG fann Aldísi í Langavatni.
Útkall í Skarðsheiði 28.mars
28.mars var sveitin kölluð út til bjargar konu sem féll í Skarðsheiði. Tveir bílar frá sveitinni fóru en auk þeirra voru félagar sveitarinnar að störfum fyrir Íslenska Fjallaleiðsögumenn á svæðinu og tóku þeir einnig þátt í verkefninu.
Í það heila komu um 120 björgunarmenn að aðgerðinni sem stóð frá því um 14 fram undir kvöld.
Leit að konu
Um klukkan 04 aðfaranótt 17. mars 2009 var pípt út leit að konu í Grafarholti. Fannst hún heil á húfi um klukkustund síðar.