Að kvöldi 13. maí var sveitin kölluð út til að hefta fjúkandi stillassa við Reykjavíkurflugvöll. Gekk verkefnið vel.
Greinasafn fyrir flokkinn: Útköll
Leit í Mosfellsbæ
Þann 14. maí var leitað innanbæjar í Mosfellsbæ og Grafarvogi að manni sem óttast var um. Fannst hann heill á húfi örfáum klukkustundum eftir að leit hófst.
Fótbrotin kona í Esju
20. maí var sveitin kölluð út til aðstoðar við að koma fótbrotinni manneskju niður úr Esju.
Leit að manni í Ingólfsfjalli
Þann 24. maí var leitað að mann í Ingólfsfjalli. Fannst hann í suðurhlíðum fjallsins og var hjálpað niður.
Leit að konu á Esju
Leit var gerð að konu á Esju þann 6.júní 09. Rataði hún að lokum niður með hjálp ferðamanna sem urðu á vegi hennar.
Björgun á Langjökli
27.júní var undanfarahópur sveitarinnar kallaður út til þess að fara með þyrlu LHG uppá Langjökul þar sem drengur hafði fallið í sprungu.
Leit að manni í Hfj
28.júní var boðuð leit að manni í Hafnafirði.
Leit að manni
11. júlí var boðað út vegna leitar að manni í Reykjavík.
Sykurfall í Húsadal
Sunnudaginn 19.júlí var sveitin kölluð út vegna meðvitundarlauss manns í Húsadal, Þórsmörk. Reyndist þar vera um sykurfall að ræða og hafði sjúklingurinn verið meðvitundarlaus í um klukkustund þegar björgunarsveitina bar að. Var sjúklingurinn umsvifalaust fluttur útúr mörkinni til móts við Neyðarbíl. Meira á spjallinu.
Astamsjúklingur í Básum
Laugardaginn 18.júlí var leitað til gæsluhóps sveitarinnar í Básum þar sem astmasjúklingur var í vanda. Hlúð var að einstaklingum sem jafnaði sig ágætlega.