Greinasafn fyrir flokkinn: Útköll

Útkall við Vífilfell

Undanfarar úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins
Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu eru nú á leið á Vífilsfell að sækja
slasaðan göngumann. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, var á ferð með
hópi göngufólks varð fyrir grjóthruni. Er talið að hann sé
handleggsbrotinn og lemstraður.
 
Um 40 björgunarsveitamenn eru á leið á staðinn þar af 4 frá Flugbjörgunarsveitinni. Ef
bera þarf manninn niður þarf mikinn mannskap því böruburður í fjallendi
er afar erfitt verk og maðurinn er staddur efst í Vífilsfellinu.

 

Leit að manni í Reykjavík

Flugbjörgunarsveitin í Reyjavík var boðuð út nú í morgun, ásamt öðrum sveitum á svæði 1,  til innanbæjarleitar í Reykjavík. Maður fór frá heimili sínu í gærkvöldi kl 21 og hafði ekki skilað sér í morgun.

Gæsla við gosstöðvar

Patrol jeppar sveitarinnar fóru úr húsi klukkan 04:30 á fimmtudagsmorgunmeð 8 félaga innanborðs í átt að gosstöðvunum. Upphaflega stóð til að fara í gæslu í Básum en þar sem lokað var fyrir alla umferð að gosinu og inn í Þórsmörk breyttist upphaflegt plan. Annar bíllinn fékk því það hlutverk að loka veginum inn í Þórsmörk og hinn að stoppa fólk við gönguleiðina upp hjá Skógafossi. Um hádegið var opnað aftur fyrir umferð að gosinu og þá sinntu bílarnir eftirliti á veginum inn að Básum.

Á mánudagsmorgun fer svo aftur hópur frá sveitinni í gæslu á Fimmvörðuháls.

Útkall við Húsfell

Um klukkan 11:30 voru undanfarar björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu kallaðir út vegna konu sem féll í sprungu mitt á milli Valabóls og Húsfells, rétt ofan við Hafnarfjörð. Konan sat föst á um 4-5 m dýpt.  Konan var ásamt annarri á göngu á svæðinu og steig á snjó er huldi sprunguna með fyrrgreindum afleiðingum. Björgunarsveitamenn sigu í sprunguna eftir konunni og um klukkan 12:45 náðu þeir henni upp. Reyndist hún ómeidd.

Flubbar fundu vélsleðafólkið á Langjökli

Um þrjú hundruð björgunarsveitamenn leituðu að skoskri vélsleðakonu og ellefu ára syni hennar á svæðinu í Langjökli næst Skálpanesi í gærkvöldi og fram á nótt. Veður var afleitt og skyggni aðeins fáir metrar. Sleðahópur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík tók þátt í leitinni og keyrði fram á mæðginin þar sem þau höfðu búið sér til skjól á bak við vélsleða sinn. Viðtal við Guðmund Arnar sleðamann og stjórnarmann Flugbjörgunarsveitarinnar má lesa á vef mbl.is.

Útkall rauður: Fólk í sprungu

 
Flugbjörgunarsveitin var kölluð út kl 13.26  í dag þegar tilkynning barst um að tvær manneskjur höfðu fallið ofaní spurngu á Langjökli. Frá sveitinni fór 1 jeppi með 4 undanförum og bílstjóra, 3 vélsleðar, auk þess voru nokkrir í húsi í heimastjórn.

Óveðursútkall 9. október

Útköll  björgunarsveita vegna óveðursins voru um 150 talsins. Á
höfuðborgarsvæðinu voru þau 80, um 30 í Vestmannaeyjum og einnig var
nokkuð um útköll á Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi.

Um 15 manns stóð vaktina á vegum FBSR á þremur bílum og í heimastjórn frá kl. 10.30 á föstudagsmorgun fram til kl. 20.30 á föstudagskvöld.

Á sama tíma útkallsliðið var að koma í hús eftir daginn voru um 40 nýliðar úr B1 á leið á Fyrstu hjálpar námskeið í Grindavík og um 20 nýliðar úr B2 að hefja námskeið í fjallabjörgun í húsi FBSR. Bæði námskeiðin stóðu svo yfir alla helgina. Annasamur föstudagur!!