Klukkan er nú 01:20 aðfaranótt 10. nóvember
Yfir stendur leit er að manni á Fimmvörðuhálsi. Frá FBSR eru eftirtaldir aðilar að störfum:
Jónas Guðmundsson stýrir aðgerðum svæðisstjórnar á Fimmvörðuhálsi
Í FBSR 3 eru 7 björgunarmenn : Guðjón Benfield, Þórarinn Gunnarsson, Sveinn Hákon, Sverrir Karl, Mummi, Guðni Pálll, Védís
Í FBSR 4 eru 5 björgunarmenn : Eyþór Snorrason, Eyþór Kári, Ólafur Magnússon, Magnús Viðar, Viktor
Í FBSR 6 eru 2 björgunarmenn : Stefán Már, Guðmundur Arnar
Í heimastjórn eru þeir Þráinn, Atli og Ottó
Einn Flubbi í húsi sem ekki náði bíl er Haukur Eggertsson
Þess ber að geta að Jónas Guð er á staðnum sem vettvangsstjóri á vegum Landsstjórnar
Klukkan er nú 08:21
Annar bíll sendur af stað með mannskap, vistir og svefnpoka fyrir þá sem fóru í nótt.
Í FBSR 5 eru 5 björgunarmenn : Gerard, Axel Tómas, Emil, Stefán Þórarinsson, Haukur Eggertsson
Klukkan er nú 10:05
Okkar menn á Fimmvörðuhálsi eru komnir í hvíld eftir mjög erfiða nótt við leit í erfiðum aðstæðum.
FBSR 5 er kominn að Hvolsvelli.
Klukkan 11:30
Agnes mætir í hússtjórn.
Klukkan 12:40
Fóru úr húsi FBSR 7 með 3 sleða. Þar fóru Þór Kjartansson og Björn Jóhann Gunnarsson.
Klukkan 14:30
Addý og Hallgrímur mæta í hús að aðstoða heimastjórn.
Klukkan 14:40
FBSR 8 fer úr húsi. Í bíl er 4 skiptimenn. Símon Elvar, Sigga Sif, Brynjólfur, David Karnaá.
Klukkan 16:00 G. Atli fer heim úr heimastjórn eftir 16 tíma vakt.
Klukkan 17:00
Björninn fer úr húsi
Klukkan 17.30
Send út útkall á boða á alla inngengna félaga. 6 félagar svöruðu útkalli sem fara sem skiptimannskaður kl 20. Enn laust pláss fyrir 6 manns.
Klukkan 18:00
4 félagar mæta í hús að aðstoða heimastjórn, Jón Smári B2, Borghildur, Sóley og Hrafnhildur. Redda mat, tússtöflum og félagskap.
Klukkan 18:50
FBSR 3 Kallar sig inn eru að leggja af stað til baka frá Skógum og eru á leið í hús eftir 19 klst útkall.
Arnar mættur í heimastjórn
Klukkan 20:10
Rúta FBSR 9 fer af stað frá húsi með 18 manns. Jón Sigfús sem bílstjóri. Heiða Jóns, Sveinborg, Gilsi, Baldur, Jói Kolbeins, Hlynur, Vignir, Helga og Helgi Egils. Ásamt 7 einstaklingum frá HSSR og 2 frá Ársæli.
Klukkan 20:30
Logi B2 mætir í hús að aðstoða heimastjórn.
Klukkan 21:07
Þráinn fer heim eftir 21 klst vakt í hússtjórn.
Klukkan 22:19
FBSR 3 kemur heim í hús.
Klukkan 12:00 Gunnar Atli, Jón Svavars og Halldór mættir í heimastjórn
Klukkan 1:10 FBSR 4 og 5 fara heim í hvílu eftir sólarhirngs útkallsvakt. Nýr mannskapur í rútu eru staðgenglar þeirra á svæðinu.
Klukkan 02:00
Agnes fer heim úr heimastjórn
Klukkan 03:15
Sleðamenn lagðir af stað heim frá Skógum Bjössi, Stebbi, Þór og Guðmundur Arnar og Arnar fer heim úr heimastjórn
Klukkan 4:51 eru þrír hópar í og á leið í leit á Sólheimajökli eftir stutta hvíld.
Klukkan 5:40 sérhæfður jöklahópur fer úr húsi á FBSR 3 og verða mættir í birtingu við jökul, Arnaldur Gylfason, Jón Gauti Jónsson, Leifur Örn Svavarsson, Jóhann Garðar Þorbjörnsson og Guðjón Benfield
06:00 Sleðasviðsmennirnir Þór, Stefán, Arnar og Björn komnir í hús
Klukkan 5:50 sleðamenn mæta í hús FBSR eftir langt úthald í erfiðum aðstæðum, Guðmundur Arnar, Stefán Már, Þór Kjartansson og Björn Jóhann Gunnarsson
Klukkan 9:00
Agnes mætir í heimastjórn
Klukkan 11:00
Þráinn mætir í heimastjórn og Jón fer heim
Klukkan 15:50 FBSR 3 leggur af stað í bæinn með Sveinborgu, Hlyn, Baldur, Helga, Siggu Sif, David og Heiðu
Klukkan 16:20 FBSR 5 er að leggja af stað í bæinn frá Sólheimajökli með Jóa Kolbeins, Þorgils, Vignir, Helgu og Brynjólf
Klukkan er 18:40
FBSR 3 kominn í hús með Helga, Sveinborgu, Hlyn, Heiðu, Siggu Sif, Davíð Kára og Baldur
FBSR 5 kominn í hús með Jóa Kolbeins, Þorgild, Vignir, Helgu og Billa
FBSR 4 er ókominn í hús en er á leiðinni en það eru þeir Arnaldur Gylfa, Jón Gauti, Leifur Örn, Jóhann G og Guðjón Benfield.
Klukkan er 19:24 Ottó er nú starfandi í Heimastjórn fram í nóttina og er að skipuleggja brottförina klukkan 04:00 í nótt ásamt Hrund, bílasviði og B2, tanka bíla, hlaða stöðvar, græja og gera. Við höfum nú þegar list yfir þá sem eru tilbúnir að fara í fyrramálið. Ef þú kemst þá láttu okkur vita. Skilaboð gegnum Boða verður sent út. Einnig mun fara hópur frá Reykjavík um klukkan 09:30 í fyrramálið með 4 tveggja manna Fis-flugvélum, einn flubbi og einn flugmaður. Er þetta tilraun sem átti í raun ekki að fara fram í raunverulegu útkalli heldur æfingu á næstu vikum en við ákváðum að reyna þetta og sjá hvað setur.
Klukkan er 23:56 Boði sendur út og það var enginn sem komst til að fylla annan bíl, við verðum því með 8 aðila við aðgerð á laugardeginum.
Klukkan er 02:30
B2 fólkið Arnar, María, Brynjar og Dana eru mætt í hús til að taka búnaðinn frá fyrri hópum úr þurrki ofan í sínar töskur og græja FBSR 5 fyrir gengið sem kemur á eftir. Það er ljóst að við sendum FBSR 5 með 3 aðila, þá Svein, Agnesi Davy, og Jón Þorgríms.
Á fisvélunum fjórum verða Stefán Þórsson, Þormóður, Elin og Jói Kolbeins.
Klukkan er 4:39
Elsa G hefur tekið við af Ottó í heimastjórn. Úr húsi var að fara FBSR5 með Svein, Agenis og Jón Þorgríms innanborðs. Einnig úr húsi voru að fara Arnar, María, Brynjar og Dana (B2) sem aðstoðuðu við að pakka saman fyrir útkallsfólk.
Klukkan er 07.00
Vaktaskipti í heimastjórn, Elsa G fer heim og Arnar Bergmann tekur við.
Klukka er 09.00
Nú er FIS hópurinn að undirbúa flugtak frá Úlfarsfelli. Mun hópurinn fljúga með þjóðvegi 1 austur og er ETA á Sólheimajökul kl. 10.30. Í hópnum eru Stefán Þór, Jói Kolbeins, Elín og Þormóður ásamt 4 flugmönnum frá FIS félaginu.
Klukkan er 11.20
Fis hópur FBSR er nú í þessum töluðu orðum að taka á loft frá Skógum. Munu þeir leita árfarvegin meðfram Jökulsá á Sólheimasandi í samstarfi með LHG. Eru þeir búnir að tanka á Skógum eftir flugið austur og hafa u.þ.b 1 klst í flugþoli á svæðinu.
Klukkan er 13.10
Maðurinn fundinn rétt fyrir hádegi og eru okkar menn á jökli að koma sér niður.
Heimastjórn FBSR vill þakka öllum félögum sem tóku þátt, bæði á vettvangi og þeim fjöldamörgu sem lagt hafa hönd á plóg í bækistöð FBSR. Einnig ber að þakka Fisfélaginu þeirra þáttöku í tilraun með leitarflug sem fór fram nú í morgun.
Kv. Heimastjórn