Greinasafn fyrir flokkinn: Útköll

Leit við Meðalfellsvatn

Frá FBSR fóru 6 menn á FBSR 3 að söfnunarsvæði við Kaffi Kjós og er Fishópurinn að vinna hér í húsi að sínu verkefni og stefnir í 2 fis að svo stöddu.
FBSR FIS 1  með Indíönu fer að fara í loftið á næstu mínútum.
Kv. Heimastjórn / Ottó

Aðstoð vegna ófærðar

26. janúar 2012 klukkan 02:03
FBSR 5 með þeim Hauki Inga og Eyþóri Snorrasyni er við störf vegna ófærðar, verkefnin eru þónokkur skv. fjarskiptum og eru bæði snjóbíll Ísak og Hagglundinn komnir út að aðstoða líka.
Alltaf gaman að vita af snjóbílum við störf.
Kveðja heimastjórn.

Útkall, vélsleðaslys Skálafelli

Alls fóru 9 manns frá okkur af stað í útkallið, 3 vélsleðamenn á FBSR-6
og 5 björgunarmenn á FBSR-5, einnig fór 1 björgunarmaður á einkabíl. 
Útkallið var afturkallað áður en okkar fólk kom á staðinn þrátt fyrir að
allir hafi verið lagðir af stað úr húsi innan við 20 mínútum eftir að
útkallið kom.

Kv, heimastjórn

Útkall við Nesjavelli

Þessa stundina stendur yfir aðgerðin fastur bíll á Nesjavallaleiðinni.  Á svæðinu eru FBSR 4 og 5 með Magnús Ægi. Sveini, Bryjólfi, Davíði, Addý og Guðjóni Benf.
Gríðarlega mikill snjór er á svæðinu og færðin mjög erfið.

Kv. heimastjórn

 

Aðstoð í Reykjadal

27. nóvember 2011.  Þessa stundina eru þeir Magnús Viðar, Viktor, Sveinn Hákon, Magnús Ægir og Eyþór Kári í þessu verkefni.
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út til aðstoðar erlendum ferðamanna í Reykjadal á Hellisheiði. Sá hringdi inn til Neyðarlínu og óskaði eftir aðstoð, telur sig fótbrotinn. Björgunarsveitir frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi eru á leið á staðinn en reynist ástand hans rétt þarf að bera viðkomandi langa leið, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu. Til þess þarf á bilinu 10 – 20 björgunarsveitarmenn enda aðstæður þannig að hált er á svæðinu.

Kv. Heimastjórn.

 

Innanbæjarleit

Óskað var eftir sérhæfðum leitarhóp kl 15:39 í dag og voru 5 félagar FBSR farnir úr húsi kl 16:00, 8 manns biðu tilbúin í húsi ef óskað yrði eftir frekari aðstoð við leit.

Kl: 17:15 var aðgerð hætt, við þökkum öllum sem mættu til að aðstoða við útkallið.

Kv, heimastjórn