Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Flugbjörgunarsveitin fær gamlan strætisvagn að gjöf

no images were found

Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., afhenti Flugbjörgunarsveitinni gamlan strætisvagn að gjöf síðastliðinn föstudaginn. Baldur Ingi Halldórsson, bílaflokksformaður hjá Flugbjörgunarsveitinni, tók á móti vagninum. Fyrirhugað er að gefa einnig vagna til Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Brunavarna Árnessýslu. Baldur Ingi segir að vagninn sem Flugbjörgunarsveitin fékk að gjöf verði meðal annars nýttur við nýliðaþjálfun og æfingar.

„Þá nýtist vagninn einnig sem bækistöð og móttökustaður fyrir sjúklinga og björgunarfólk í stórum aðgerðum. Hann mun því nýtast okkur mjög vel og þessi gjöf einfaldar mér lífið sem bílaflokksformaður.“

Strætó bs. tók tólf nýja vagna í notkun í síðasta mánuði og því losnaði um eldri vagna.

„Einhverjum þeirra verður fargað og aðrir nýttir í varahluti, en það er gott að geta gefið vagna til þeirra sem vinna jafn óeigingjarnt starf og björgunarsveitir og slökkvilið gera.“

sagði Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, að lokum.

Fallhlífastökk á Grænlandi – Myndband

Fallhlífastökkvararnir okkar stukku úr vél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, í gær en æfingin gekk út á að koma farþegum og áhöfn skemmtiferðaskipsins Arctic Victory til bjargar, en skipið hafði strandað og eldur kviknað í því við Grænlandsstrendur. Þurfti að koma 200 farþegum og 48 manna áhöfn til bjargar eftir að neyðarkall var sent í kjölfar strands og eldsvoða.

Flugvélin flaug með sjö fallhlífastökkvara frá flugbjörgunarsveitinni á svæðið og stukku þeir út yfir eyjuna Ella. Fimm stukku úr 4.000 fetum og tveir úr 1.000 fetum. Einnig var ýmsum björgunarbúnaði, tjöldum og vistum fyrir aðhlynningarstöð, kastað út í 300 fetum. Gekk aðgerðin vel, að því er segir í tilkynningu frá Gæslunni.

Myndband má sjá af stökkinu hér fyrir neðan, en mbl.is fjallaði einnig um stökkin.

Sarex Greenland 2013 fallhlífastökk from Landhelgisgaeslan on Vimeo.

 

 

Fallhlífasvið á leið á SAREX á Grænlandi

Sjö félagar úr fallhlífahóp Flugbjörgunarsveitarinnar taka þátt í björgunaræfingu á Grænlandi í dag og á næstu dögum, en þeir héldu af stað rétt í þessu áleiðist til Grænlands. Björgunaræfingin er samstarfsverkefni þjóða Norðurheimsskautsráðsins og miðar að því að samþætta ólíkar björgunareiningar frá löndum þess. Fyrir hönd Íslands taka þátt Landhelgisgæslan, nokkrar einingar Landsbjargar, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Almannavarnir.

fbsr

 

Æfingin er sett upp þannig að skemmtiferðaskip með um eitt þúsund farþega brennur og sekkur við Ella eyju. Viðbragðsaðilar þurfa að staðsetja skipið, slökkva elda og flytja sjúklinga og skipbrotsmenn til Reykjavíkur. Hlutverk Flugbjörgunarsveitarinnar er að senda 7 fallhlífastökkvara með flugvél Landhelgisgæslunnar til aðstoðar. Þeir munu stökkva með tjöld og vistir til þess að setja upp aðhlynningarstöð á eyjunni og sinna skyndihjálp.
Stökkvararnir eru:
Ásmundur Ívarsson
Emil Már Einarsson
Heiða Jónsdóttir
Jóhann Garðar Þorbjörnsson
Snorri Hrafnkellsson
Steinar Sigurðsson
Stefán Ágúst
fbsr2

Fjölsóttar nýliðakynningar

Nýliðakynningar Flugbjörgunarsveitarinnar fóru fram í vikunni í húsnæði sveitarinnar við Flugvallaveg og lagði fjöldi manns leið sína á bæði kvöldin. Allt í allt komu tæplega 100 manns samanlagt og var mál manna að tekist hefði vel upp. Haukur Ingi stjórnaði fundunum og fór yfir fyrirkomulag þjálfunarinnar með20130827_205520 11 verðandi nýliðum, en auk þess sagði Auður frá upplifun sinni af síðustu tveimur árum í þjálfuninni. Þá voru nýliðaþjálfararnir kynntir, en þeir eru að þessu sinni Haukur Eggertsson og David Karnå. 

Eftir að Haukur Ingi hafði lokið kynningunni var skipt upp í hópa og fór inngengnir með áhugasama um húsið, en inngengnir fjölmenntu á báða fundina sem var gaman að sjá.

Fyrrgreindir aðilar og þeir sem komu að kynningunni fá þakkir fyrir aðkomu sína að kvöldunum. Einnig verður gaman að sjá nýja nýliða á fyrsta fundi B1, en hann fer fram þriðjudaginn 3. september kl 20:00 í salnum að Flugvallavegi.

Póstur með nánari upplýsingum verður sendur um helgina eða á mánudaginn til þeirra sem skráðu sig. Þess skal getið að fólki er velkomið að mæta þó það hafi ekki komið á kynningarnar.

 

Útkall vegna óveðurs í Reykjavík

Hópur frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík tók þátt í að aðstoða íbúa höfuðborgarsvæðisins í gær vegna veður, en sent var út heildarútkall. Þeir Viktor, Sveinn Hákon, Arnar S, David K og Stefán Már mættu og fengu meðal annars það verkefni að koma lausum plötum af vinnupalli við hátt hús í skjól. Þá var Þráinn í heimastjórn.

Útkallið var svo afturkallað fljótlega eftir sjö, en veðurofsinn var nokkru minni en búist hafði verið við.

 

Nýliðakynningar Flugbjörgunarsveitarinnar 2013

Nýliðakynningar Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verða haldnar þriðjudaginn 27. ágúst og miðvikudaginn 28. ágúst kl. 20.00 í húsnæði sveitarinnar við Flugvallarveg.

Ert þú 18 ára og eldri og gætir þú hugsað þér að fara út í brjálað veður þegar aðrir eru í neyð? Hefðir þú áhuga á að stunda fjalla- eða jeppamennsku, starfa með vélsleða- eða fisflugvélahóp, vera í sérhæfðum leitar- eða sjúkrahóp eða jafnvel fara í fallhlífastökk? Kannski áttu þá erindi til okkar!

Flugbjörgunarsveitin á yfir 60 ára sögu og innan sveitarinnar eru nokkur hundruð félagar. Auk námskeiða og nýliðaferða er fjölbreytt félagsstarfsemi, æfingar og ferðir á vegum sveitarinnar.

Fyrstu nýliðafundirnir verða þriðjudaginn 3. september og fyrsta ferð 6-8. september. Allir sem eru áhugasamir um starfið eru velkomnir á kynningarfundina 27. og 28. ágúst.

Þriðjudagskynningin á Facebook
Miðvikudagskynningin á Facebook 

no images were found

Hálendisgæslan

Sjö meðlimir FBSR á tveimur jeppum eru nú við hálendisgæslu að Fjallabaki. Föst viðvera er í Landmannalaugum auk þess sem jepparnir keyra vítt og breitt um svæðið í eftirlitsferðum. Fyrstu tvo dagana hefur mest verið um aðstoð vegna bilaðra og strandaðra ökutækja. Talsvert er um að ferðafólk horfi á vegi á kortinu og ætli að „skreppa“ langa og torfæra slóða á vanbúnum bílum. Þeim er snarlega bent á hentugri leiðir. FBSR liðar verða fram á sunnudag á svæðinu með dráttartóg, plástra og kort á lofti. Afar vel fer um mannskapinn og vill liðið koma á framfæri þökkum til Mjólkursamsölunnar, Krónunnar, Ölgerðarinnar, Kjötsmiðjunnar, Ó. Johnson & Kaaber, Myllunnar, Kjarnafæðis og Sölufélags Garðyrkjumanna fyrir veittar kaloríur.

no images were found

Húnatónleikar í Reykjavík

Húnatónleikar 11. júlí í Reykjavíkurhöfn

988230_196829357138643_1250018831_n

Næstkomandi fimmtudag klukkan 20:00 mun áhöfnin á Húna sigla til Reykjavíkur og halda risatónleika í Gömlu höfninni í Reykjavík. Sem fyrr ætlar áhöfnin að styrkja björgunarsveitirnar með því að gefa alla vinnu sína og rennur aðgangseyrir beint til björgunarsveitanna í Reykjavík.

Tónlistarmenninir munu spila um borð í bátnum Húna, sem vaggar létt utan bryggjunnar við Vesturhöfnina (rétt hjá Sjóminjasafninu og CCP húsinu) fyrir áhorfendur í landi. Allir velkomnir, jafnt ungir sem aldnir, en frítt er inn fyrir börn yngri en 12 ára. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega og að nýta sér almenningssamgöngur, hjól eða tvo jafnfljóta. Ef þörf er að koma á bíl er mælst til þess að fólk keyri Hringbrautina og keyri út á Granda til að finna stæði þar.

Staðsetning: Gamla höfnin í Reykjavík, milli Sjóminjasafnsins og Slippsins.
Tími: 20:00 til 21:30.
Aðgangseyrir: 1500, frítt fyrir 12 ára og yngri.
Inngangar: 1)Á mótum Hlésgötu og Mýrargötu. 2)Við Mýragötu, norðan við Bakkastíg. 3)Á mótum Grandagarðs og Rastargötu.
Á Granda og bílastæðin við Kolaportið.

huni-svaedi
Tónleikasvæðið

Nánari upplýsingar um Áhöfnina á Húna og ferðalag þeirra í júlí er að finna á www.ruv.is/huni og https://www.facebook.com/events/578131598894317/

Leit í Heydal á Vestfjörðum

no images were found

Stuttu eftir vel heppnaða útsendingu um bakvarðasveit Landsbjargar í Ríkissjónvarpinu, þar sem starf björgunarsveitanna var kynnt frá fjölmörgum sjónarhornum, barst heildarútkall um leit að konu í Heydal við Mjóafjörð á Vestfjörðum. Héldu þá fjórir meðlimir sjúkra- og leitarsviðs FBSR vestur. Sviðstjóri leitarsviðs var staddur á Þingeyri þegar útkallið barst og gekk til liðs við hóp frá Björgunarsveitinni Dýra, sem starfar á Þingeyri. Þegar komið var vestur gengu þrír erlendir sumarstarfsmenn hjá ferðaþjónustunni í Heydal í lið með teyminu frá FBSR og stóðu sig með eindæmum vel. Fyrstu verkefni voru svæðisleit í rjóðurvöxnu fjallendi, sem gerði leitina afar seinfæra.

Fis sveit FBSR, mönnuð þeim Stefáni Má og Gylfa, fór í loftið frá Reykjavík kl. 14. Vegna skýjahulu þurfti að sæta sjónflugi og þræða eftir landslagi og skýjafari. Eftir komuna vestur um kl. 16 gjörleitaði fissveitin svæðin suður og vestur af Heydal úr lofti og við það var hægt að útiloka stóran hluta leitarsvæða. Eftir kvöldmat skipti fis hópur leitarsvæðum með Landhelgisgæslunni og björgunarmönnum var úthlutað nýjum leitarsvæðum. Liðsauki úr Reykjavík var á leiðinni, þar á meðal 4 leitarmenn frá FBSR. Halda áfram að lesa

Æft fyrir björgunarleikana

no images were found

Nú styttist í Landsþing Landsbjargar, sem fram fer dagana 24. -25. maí. Á landsþinginu verða haldnir hinir geysivinsælu björgunarleikar þar sem hópar frá björgunarsveitum af öllu landinu keppa sín á milli í lausnum krefjandi og skemmtilegra verkefna. Nokkrir hópar frá FBSR ætla sér að taka þátt í þetta sinn, þeirra á meðal hópur skipaður nýliðum, sem gengu inn í sveitina á aðalfundi í vikunni sem leið. Þau hafa á síðustu vikum æft stíft fyrir leikana og fóru meðal annars í allskyns sig- og júmmæfingar í Elliðaárdal fyrir stuttu síðan. Þar var farið undir og í kringum gömlu brúna við Árbæjarlaug með því að síga fram af henni og fara undir hana áður en svo var júmmað sig upp aftur.

Þá hefur einnig verið farið yfir ýmis björgunarkerfi, línuvinnu, fyrstu hjálp og aðra kunnáttu sem björgunarmenn þurfa að búa yfir. Áhugavert verður að sjá hvort þessar metnaðarfullu æfingar muni skila sér í góðum árangri fyrir norðan eftir 2 vikur.

Á meðfylgjandi myndum gefur að líta æfingarnar við Elliðaá.

no images were found