Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Á leið yfir jöklana 3

Mynd/Yfir jöklana 3 - Ferðafélagar á Brúarjökli um helgina. Óskar er fyrir miðju myndarinnar.

Mynd/Yfir jöklana 3 – Ferðafélagar á Brúarjökli um helgina. Óskar er fyrir miðju myndarinnar.

Óskar Davíð Gústavsson, félagi í FBSR, er nú ásamt þremur öðrum félögum sínum á ferð frá austri til vesturs yfir þrjá stærstu jökla landsins á gönguskíðum. Með þessu feta þeir í fótspor sex félaga úr FBSR sem fóru sömu leið fyrir 40 árum, en það var svo sannarlega gríðarlegt þrekvirki á þeim tíma. Áætlaður ferðatími er um 2 vikur, en leiðin er í heild áætluð um 350-400 kílómetrar.

Heimasíða ferðarinnar – Yfir jöklana 3

Ásamt Óskari eru það þeir Hallgrímur Örn og Hermann Arngrímssynir og Eiríkur Örn Jóhannesson sem fara þessa flottu leið. Eru þeir allir meðlimir í Hjálparsveit skáta í Garðabæ.

Ferðin hófst á Fljótsdalsheiði og var fyrsti náttstaðurinn í Laugafellsskála á laugardagsnóttu. Þaðan lá leiðin í Snæfellsskála og svo upp á Brúarjökul í austanverðum Vatnajökli. Eru þeir nú á ferð yfir miðjan Vatnajökul á leið sinni til Grímsfjallaskála. Fylgjast má með ferð þeirra samkvæmt spot tæki hér. 

Frá Grímsfjallaskála er áætlað að ganga niður í Nýjadal og þaðan að Þjórsárjökli í Hofsjökli og yfir jökulinn og niður í Hveravelli. Frá Hveravöllum verður farið yfir Langjökul og niður Geitlandsjökul.

leic3b0in

Árið 1976 þegar sama ferð var farin áður var búnaðurinn allt öðruvísi en í dag. Ekki var í boði að vera með GPS tæki, gore-tex, sérhæfð gerviefni eða annað álíka heldur þurfti að reiða sig á landakort og áttavita. Í þá ferð fóru þeir Rúnar Nordquist, Þorsteinn Guðbjörnsson, Arngrímur Hermansson, Hjalti Sigurðsson, Jóhannes Ellert Guðlaugsson og Þór Ægisson.

Eru þeir Hallgrímur og Hermann synir Arngríms sem fór fyrri ferðina og Eiríkur er sonur Jóhannesar sem einnig fór þá ferð. Þá er Óskar frændi Hermanns og Hallgríms og þegar hann var í nýliðaþjálfun hjá FBSR var það Rúnar sem var leiðbeinandinn hans.

Sjá má fjölda mynda og lesa um núverandi ferð og ferðina árið 1976 á heimasíðunni Yfirjöklana3 

FBSR óskar ferðafélögunum áframhaldandi góðrar ferðar í þessari miklu ævintýraferð.

Snjóflóðahelgi FBSR

Frá snjóflóðahelginni. Sá sem liggur er að mæla halla brekkunnar en ekki að hvíla sig :)

Frá snjóflóðahelginni. Sá sem liggur er að mæla halla brekkunnar en ekki að hvíla sig 🙂

Um helgina var haldin snjóflóðahelgi FBSR upp í Bláfjöllum, en um 40 manns, bæði nýliðar og inngengnir félagar skerptu þar á þekkingu sinni um snjóflóð, ýlaleit, mokstur, hundaleit, snjólög og prófíla.

Á föstudagskvöldið var haldið upp í Fram-skálann í Eldbor

gargili, en þar í kring fóru fram allar æfingar helgarinnar. Þeir Þórður, Tómas og Ólafur Magg héldu utan um kennsluna, en fengu til liðs við sig Viktor, Védísi, Margréti og Birgi. Um kvöldið voru nokkrir fyrirlestrar, sem og á laugardags og sunnudagsmorgnana.12670239_10156380071110004_4163831439211155633_n

Sjálfur laugardagurinn var svo notaður í verklega kennslu og þjálfun, en einstaklega gott veður var á laugardaginn. Fengu þátttakendur kalt og stillt veður þar sem sólin skein. Var farið yfir grundvallaratriði í mokstri og lært að grafa, leitað að ýlum og prófílar skoðaðir.

Þá mættu aðilar frá Hundasveitinni til okkar og kynntu fyrir fólki leitarhunda og leitartækni þeirra. Meðal annars er einn af nýliðum sveitarinnar með þjálfaðan leitarhund og önnur að vinna í þjálfun síns hundar.

12659829_10208668165486140_294555351_n

Fyrsta hjálp hjá B1 á Laugarvatni

12191695_10153797493738939_7011999308505258139_n

Síðustu helgina í október skunduðu fjórtán nýliðar á Laugarvatn til að taka þátt í Fyrstu hjálp I. Helgin samanstóð af fyrirlestrum, verklegri kennslu og æfingum í og við húsnæði Menntaskólans. Kennslan gekk vonum framar og óhætt að segja að allir hafi staðið sig vel í þáttöku og námi. Að vanda var haldin stór sjúkraæfing á laugardagskvöld og sönnuðu nýliðarnir ágæti sitt við björgunarstörfin meðan aðrir áttu leiksigur í hlutverki sjúklinga. Mötuneytið framreiddi ágætis kræsingar fyrir okkur í flest mál og gist var í kennslustofum.  Veðrið lék við okkur alla helgina og því voru margar æfingar haldnar undir berum himni.

Það er ánægjulegt að segja frá því að alls komu tólf inngengnir að helginni og færum við þeim bestu þakkir fyrir þáttökuna. Allt gekk að óskum þrátt fyrir „umferðaróhapp“ þristsins sem „keyrði út af“ á heimleið með tilheyrandi „stórtjóni“ á þremur leiðbeinendum, svo „kalla þurfti þyrlu“ til. En snör handtök nýliðanna sýndu að margt höfðu þau lært þessa helgi; með þríhyrningana á kristaltæru sem og að meta lífsmörk, hlúa að áverkum, koma sjúklingi fyrir á börum og veita andlegan stuðning. Svo leiðbeinendurnir hresstust furðu fljótt og haldið var áfram heim á leið eftir vel heppnaða helgi og góða stemningu í hópnum.
12189990_10153797493148939_7318204497702479929_n

Takk fyrir stuðninginn!

 

Biggi P á bílasviði hlýtur að vera fyrirmynd Neyðarkallsins í ár :)

Biggi P á bílasviði hlýtur að vera fyrirmynd Neyðarkallsins í ár 🙂

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík þakkar öllum þeim fjölmörgu einstaklingum og fyrirtækjum sem styrktu sveitina og björgunarsveitir í landinu í Neyðarkallasölunni sem var að líða. Stuðningur ykkar er okkur ómetanlegur í uppbyggingu á starfi björgunarsveitarinnar og gerir okkur kleift að vera alltaf viðbúin þegar þörf er á, bæði með vel þjálfaðan mannskap og besta mögulega búnað.

Með fréttinni fylgja nokkrar myndir úr sölunni í ár.

Björgunarhundurinn vakti mikla athygli kaupenda.

Björgunarhundurinn vakti mikla athygli kaupenda.

 

Neyðarkallasalan hafin í ár

Neyðarkall 2015 lyklakippa

Þá er komið að því. Neyðarkallasalan 2015 er hafin. Björgunarsveitarfólk verður næstu daga á öllum fjölförnustu stöðum höfuðborgarsvæðisins og um allt land og óskar eftir stuðningi frá almenningi til að geta haldið áfram að halda úti öflugu leitar- og björgunarstarfi.
Neyðarkallinn í ár er björgunarsveitamaður í bílaflokki.

Björgunarsveitarmenn í bílaflokki sjá til þess að ökutæki sveitanna séu alltaf í fullkomnu lagi og tilbúin til notkunar þegar útkall berst. Auk þess sjá meðlimir bílaflokks gjarnan um akstur þeirra til og frá vettvangi og á æfingum. Salan stendur fram á laugardag. Takk fyrir að standa við bakið á okkur!

Fyrir félagsmenn: Það verður mönnun í húsi alla daga sölunnar. Ef ykkur vantar kalla eða aðrar upplýsingar er alltaf hægt að koma við eða hringja niðrí hús og athuga stöðuna 551-2300.

Afmælishátíð – FBSR 65 ára

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík hélt upp á 65 ára afmæli sitt á laugardagskvöldið, en sveitin var stofnuð 27. Nóvember 1950 í kjölfar björgunarinnar á áhöfn flugvélarinnar Geysis á Vatnajökli það sama ár.

Rúmlega 130 manns mættu á hátíðina, sem haldin var á Hótel Natura við Reykjavíkurflugvöll, en gestir voru á öllum aldri og þeir elstu á níræðis- og tíræðisaldri og hafa starfað með sveitinni í meira en hálfa öld.

Á hátíðinni var Stefán Bjarnason gerður að heiðursfélaga, en hann gekk inn í sveitina árið 1954. Hefur Stefán setið í stjórn félagsins í fjölda ára, sinnt ýmsum ábyrgðastörfum fyrir sveitina og leiddi hann meðal annars byggingu núverandi húsnæðis sveitarinnar fyrir um 25 árum síðan og smíði fjallaskála félagsins í Tindfjöllum.

FBSR-65_311015_JON8623-11

Stefán Bjarnason, heiðursfélagi FBSR, ásamt Jóhannesi I. Kolbeinssyni, formanni.

Á hátíðinni fengu einnig eftirtaldir einstaklingar heiðursmerki sveitarinnar:

Gullmerki:
Freyr Bjartmarz
Grétar Pálsson
Jónas Guðmundsson
Sigurður Sigurðsson

Gullmerkishafar ásamt varaformanni og formanni.

Gullmerkishafar ásamt varaformanni og formanni.

 

 

Silfurmerki:
Jörundur Guðmundsson
Guðmundur Magnússon
Guðmundur Baldursson
Bergsteinn Harðarson
Kristbjörg Pálsdóttir
Þráinn Þórisson
Frímann Andrésson
Marteinn Sigurðsson
Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir
Arnar Már Bergmann
Guðmundur Arnar Ástvaldsson

Silfurorðuhafar ásamt varaformanni og formanni sveitarinnar.

Silfurorðuhafar ásamt varaformanni og formanni sveitarinnar. Á myndina vantar þau Guðmund Baldursson, Sveinborgu Hlíf Gunnarsdóttur og Bergstein Harðarson.

Bronsmerki:
Pétur Hermannsson
Elsa Gunnarsdóttir
Heiða Jónsdóttir
Ásgeir Sigurðsson
Eyþór Helgi Ílfarsson
Ólafur Magnússon
Steinar Sigurðsson
Jóhannes Ingi Kolbeinsson

Bronsmerkishafar ásamt varaformanni og formanni.

Bronsmerkishafar ásamt varaformanni

Er þeim þakkað mikið, gott og óeigingjarnt starf fyrir sveitina í gegnum árin.

Stofnfélagar Flugbjörgunarsveitarinnar voru 29 talsins og fyrsti formaður var kjörinn Þorsteinn E. Jónsson flugmaður. Síðan þá hafa 13 gengt því embætti og voru myndir af öllum formönnunum afhjúpaðar í tilefni af afmælinu í húsnæði sveitarinnar.

Myndir: Jón Svavarsson

Hungurleikarnir 2015

Í tilefni af afmælishátíð FBSR um helgina var haldin þrautakeppni fyrir félagsmenn á laugardaginn. Meðal annars þurfi að síga í gryfjunum í Öskjuhlíð, hita vatn á sem skemmstum tíma, sýna fram á góða rötunar- og korta þekkingu og gera allskonar þrekæfingar.

Keppnin, sem nefndist Hungurleikarnir, heppnaðist mjög vel og var skipulag þeirra Óla Magg, Billa, Bjössa, Steinars og Viktors til fyrirmyndar. Keppendur voru 21, en þar sem veitt eru aukaverðlaun fyrir stíl í keppninni voru búningar í skrautlegra lagi. Er það von FBSR að engum vegfaranda hafi verið bylt við í morgunsárið á laugardaginn þegar hann mætti síðhærðum víkingum, sjóræningjum, skátum eða öðrum uppáklæddum einstaklingum.

Gullskóinn, verðlaun fyrir besta árangurinn fékk liðið Víkingarnir

 

Sigurlið Víkinganna.

Sigurlið Víkinganna.

 

Fagurkerann, verðlaun fyrir besta stílinn fékk liðið The gang

The gang

The gang

 

Önnur lið í keppninni má sjá hér:

FBSR Lord

FBSR Lord

Woopee's

Woopee’s

Head hunters

Head hunters

 

65 ára afmæli Flugbjörgunarsveitarinnar

fbsrÍ dag heldur Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík upp á 65 ára afmæli sitt, en það var í nóvember 1950 sem sveitin var formlega stofnuð. Kom það til í kjölfar björgunarinnar á áhöfn flugvélarinnar Geysis á Vatnajökli í september það sama ár. Voru stofnfélagar 29 og fyrsti formaður var kjörinn Þorsteinn E Jónsson flugmaður.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá, en Flugbjörgunarsveitin hefur þó alla tíð haft aðsetur við Reykjavíkurflugvöll, upphaflega í bráðabirgðahúsnæði, en seinna fékk sveitin til afnota tvo bragga í Nauthólsvík. Voru þeir aðsetur hennar þar til hún flutti í eigið húsnæði við Flugvallaveginn árið 1990.SW018

Í kvöld fer fram afmælishátíð félagsins, en þar munu bæði yngri og eldri félagar mæta og gera sér glaðan dag og rifja upp áhugaverð augnablik úr sögu félagsins.

Þá verður þess meðal annars minnst að 20 ár eru síðan fyrstu konurnar gengu inn í sveitina. Að lokum verða orður veittar félögum fyrir vel unnin störf í gegnum árin.018

Fyrr um daginn verður forskot tekið á sæluna, en þá verða haldnir leikar milli hópa í sveitinni. Keppt verður í allskonar
mögulegum og ómögulegum greinum, en að lokum kemur í ljós hvaða hópur stendur uppi sem sigurvegari. 009

Fleiri skemmtilegar myndir úr starfi sveitarinnar má sjá á Facebook síður Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, hér.

 

Neyðarkallinn 2015

Þá fer að styttast í sölu Neyðarkallsins þetta árið. Sem fyrr er þetta ein af mikilvægustu fjáröflunum björgunarsveitanna á landinu og verða félagar sveitanna væntanlega sýnilegir um allt land. Eins og endra nær verður nýr kall afhjúpaður á næstu dögum, en hér er smá „tease“ fyrir opinbera birtingu 🙂

Salan hefst fimmtudaginn 5. nóvember og stendur til laugardagsins 7. nóvember.allir teaser

Leit um helgina

Undanfarna daga hefur fjöldi félaga í Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu leitað Harðar Björnssonar sem hefur verið saknað síðan aðfararnætur 14. októbers. Því miður hefur sú leit ekki enn skilað árangri.

Á vegum FBSR hefur fjöldi manns leitað, en á laugardag voru vel á fjórða tug félaga FBSR að störfum og í dag voru þeir um 20. Auk leitarhópa á landi undanfarna daga hefur FBSR notið aðstoðar félaga í Fisfélagi Reykjavíkur við leit úr lofti.

Verði fólk vart við Hörð eða telji sig hafa einhverjar upplýsingar sem kunna að leiða til þess að hann finnist er það beðið um að tilkynna það strax til 112.