Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Útkall

Björgunarsveitir af Svæði 1 voru kallaðar út í dag 9.9.10, til leitar að 17 ára stúlku sem saknað var í Grafarvogi. Stúlkan fannst síðan heil á húfi um einum og hálfum tíma eftir að útkall barst. Ellefu félagar úr FBSR, þar af 4 á hjólum, komu að leitinni.

Nýafstaðin helgi

Nú er vetrardagskráin komin á fullt skrið. Nýafstaðnar nýliðakynningar gegnu vel og skiluðu flestir sér á fyrsta námskeið fyrsta árs nýliða um búnað á fjöllum sem Óli hélt síðastliðin laugardag. Nýliðar á öðru ári skelltu sér inn í Þórsmörk um helgina þar sem Atli Þór bleytti vel í þeim í Krossánni í þverun straumvatna. Skemmst er frá því að segja að allir viðstaddir skemmtu sér konunglega í öskudrullugri ánni og komu heilir heim. Myndir frá þverun straumvatna má sjá á eftirfarandi slóð:

http://picasaweb.google.com/david.karna/20100903FBSRInVerunStraumvatna#

 

Nýliðakynningar

Hefur þú hugleitt að snjór geti verið eitthvað annað en það sem er fyrir manni í umferðinni? Gætir þú hugsað þér að stunda fjallamennsku, jeppamennsku, vélsleða eða jafnvel fallhlífastökk? Ert þú þessi týpa sem gætir hugsað þér að vera til taks þegar aðrir eru í neyð? Ert þú 18 ára á árinu eða eldri? Kannski áttu þá erindi til okkar!

Nýliðakynningar Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verða haldnar þriðjudaginn 31. ágúst og fimmtudaginn 2. september kl. 20.00 í húsnæði sveitarinnar við Flugvallarveg.

Opið hús á Menningarhátíð 21.ágúst

fbsr60arawebsmall

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík er 60 ára í ár. Í tilefni af afmælinu stendur mikið til. Ævintýrið byrjar á Menningarhátíð Reykjavíkurborgar laugardaginn 21. ágúst n.k. milli kl. 13:00 og 18:00.

Þá mun verða opið hús fyrir almenning miðsvæðis í aðalstöðvum sveitarinnar við Flugvallarveg. Þar munu sveitarmenn taka á móti gestum og gangandi og sína þeim búnað, spjalla um skemmtilegt starf sveitarinnar og um svaðilfarir á fjöllum. Öll svið sveitarinnar verða með kynningu: Fjallasvið, bílasvið, beltasvið, leitarsvið, sjúkrasvið, fallhlífasvið og síðast en ekki síst lávaraðarnir sem munu kynna sögu sveitarinnar. Félagar sveitarinnar munu líka vera í samstarfi við Norrænt kóramót í Reykjavík en kórarnir 60 njóta aðstoðar Flugbjörgunarsveitarinnar við rötun með því að halda merki sveitarinnar á lofti til leiðbeiningar fyrir kórfélaga. Þá munu sveitarmenn setja upp björgunarfalhllíf í byggingarkrana Eyktar sem stendur á gamla Nýja Bíós reitnum á gatnamótum Lækjargötu og Bankastrætis. Sveitarmenn munu standa undir fallhlífinni og ræða við gesti og gangangi um fjallamennsku, fallhlífarstökk og frækilegar björgunaraðgerðir. Komið í heimsókn, hittið okkur, fáið ykkur kaffi og vöfflu, hlustið á kórana sem syngja hjá okkur — og síðast en ekki síst: Verðið traustir félagar okkar!

Aðalfundur FBSR

Aðalfundur FBSR var haldinn 27.maí 2010. Fundurinn var vel sóttur en alls sátu hann hátt í 70 félagar ásamt nýliðum.  Fyrir utan venjuleg aðalfundastörf voru ýmis mál rædd undir liðnum Önnur mál og fundi var ekki slitið fyrr en rétt fyrir miðnætti. Á fundinum gengu 15 mjög efnilegir nýliðar inn í sveitina.

Elsa Gunnarsdóttir mun áfram sinna formennsku sveitarinnar. Stefán Þór Þórsson, Elsa Særún Helgadóttir og Jón Svavarsson sitja áfram í stjórn á komandi starfsári. Ásgeir Sigurðsson, Guðbjörn Margeirsson og Guðmundur Arnar Ástvaldsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og þakkar sveitin þeim vel unnin störf. Þeirra í stað koma nýjir inni í stjórn Marteinn Sigurðsson, Agnes
Svansdóttir og Magnús Þór Karlsson.

Aðalfundur FBSR 27. maí kl. 20.00

Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 27.maí nk. kl. 20.00.

 

Dagskrá aðalfundar:
 
1.    Formaður setur fund.
2.    Kosning fundarstjóra og fundarritara
3.    Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
4.    Endurskoðaður rekstrar og efnahagsreikningur 2009, samþykktur af félagslega kjörnum endurskoðendum og umræður um hann.
5.    Inntaka nýrra félaga.
6.    Hlé – Kaffiveitingar á vegum kvennadeildarinnar, kr. 1.000 (muna að koma með pening)
7.    Kosning formanns (til eins árs).
8.    Kosning tveggja meðstjórnenda (árlega til tveggja ára).
9.    Kosning tveggja varastjórnenda (til eins árs).
10.  Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
11.  Önnur mál.
 
Við hvetjum alla félaga til að mæta á aðalfundinn og hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þar verða teknar.

Stjórnin

 

Útkall við Vífilfell

Undanfarar úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins
Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu eru nú á leið á Vífilsfell að sækja
slasaðan göngumann. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, var á ferð með
hópi göngufólks varð fyrir grjóthruni. Er talið að hann sé
handleggsbrotinn og lemstraður.
 
Um 40 björgunarsveitamenn eru á leið á staðinn þar af 4 frá Flugbjörgunarsveitinni. Ef
bera þarf manninn niður þarf mikinn mannskap því böruburður í fjallendi
er afar erfitt verk og maðurinn er staddur efst í Vífilsfellinu.

 

Leit að manni í Reykjavík

Flugbjörgunarsveitin í Reyjavík var boðuð út nú í morgun, ásamt öðrum sveitum á svæði 1,  til innanbæjarleitar í Reykjavík. Maður fór frá heimili sínu í gærkvöldi kl 21 og hafði ekki skilað sér í morgun.

Banff fjallamyndahátíðin 2010

Hin árlega Banff fjallamyndahátíð verður haldin í sal Ferðafélags Íslands dagana 26. og 27. apríl næstkomandi. Sýndar verða stuttmyndir um afrek og ævintýri fólks sem stundar ýmis jaðarsport eins og fjallamennsku, klifur, snjóbretti, fjallaskíði, fjallahjól, BASE-jumping og ýmislegt fleira. Myndirnar eiga það sameiginlegt að fjalla um
samspil fólks við náttúruna þar sem adrenalín og góð skemmtun er sjaldan fjarri.

– Sýningarkvöldin verða tvö og mismunandi myndir sýndar hvort skipti.- Almennt miðaverð er 1200 krónur hvort kvöld en 2000 krónur fyrir bæði kvöldin saman.
– Dagskrá og nánari upplýsingar: www.isalp.is/banff

Dagskrá Banff fjallamyndahátíðarinnar 2010

Fyrra kvöldið (26/4)
1. Azazel (Big-wall). 22 mín.
2. On Sight (Klifur). 16 mín.
3. Signatures: Canvas of Snow (Skíði). 16 mín.
– Hlé –
4. Revolution One (Unicycle). 11 mín.
5. Mont-Blanc Speed Flying (Kite). 10 mín.
6. First Ascent: Alone on the Wall (Sólóklifur) 24 mín.
7. NWD10: Dust and Bones (Hjól). 15 mín.

Seinna kvöldið (27/4)
1. Rowing the Atlantic (Róðrarafrek). 26 mín.
2. Look to the Ground (Hjól). 5 mín.
3. First Ascent: The Impossible Climb (Klifur). 24 mín.
– Hlé –
4. Hunlen (Ísklifur). 13 mín.
5. Project Megawoosh (Verkfræðihúmor). 5 mín.
6. Committed 2: Walk of Life (Klifur). 21 mín.
7. Re:Sessions (Skíði). 17 mín.